Jónasi langaði til að eignast talandi páfagauk, svo hann fór í gæludýrabúðina og bað um einn svoleiðis. Afgreiðslumaðurinn sagðist eiga einn sem væri með orðaforða upp á rúm þúsund orð og gæti sagt nokkrar staðalsetningar sem ættu við næstum hvenær sem er.

Jónas keypti fuglinn og fór með hann heim.

Daginn eftir kom Jónas aftur í gæludýrabúðina og kvartaði undan því að fuglinn hefði ekki sagt orð. Afgreiðslumaðurinn sagði „Það er ekkert óvenjulegt við það. Þú skalt bara kaupa handa honum nokkur leikföng og skraut í búrið. Þá líður honum betur og hann kjaftar af sér hverja fjöður.“ Jónas keypti annað hvert fuglaleikfang í búðinni og fór með þau heim handa fuglinum.

Tveim dögum seinna kom Jónas aftur í búðina. „Er hann ekkert fainn að tala?“ spurði afgreiðslumaðurinn. „Svona fuglabað er óbrigðult!“ Jónas dró upp krítarkortið og fór heim með fuglabaðið.

Enn liðu tveir dagar og Jónas kom aftur í búðina: fuglinn var ekki enn farinn að segja orð. Afgreiðslumaðurinn klóraði sér í höfðinu. „Sko, þegar ég var að þjálfa hann, þá launaði ég fuglinum ef hann gerði eitthvað flott með því að leyfa honum að hringja þessari bjöllu.“ Jónas var auðvitað ekki mjög trúaður á þetta, en hann vildi heyra fuglinn tala, svo hann keypti bjöllluna.

Enn liðu tveir dagar og Jónas kom aftur í búðina og kvartaði: ekki orð upp úr fuglinum. Afgreiðslumaðurinn sagði honum að það eina sem gæti dugað núna væri að fá annan fugl. „Samneiti við aðra fugla kemur þeim alltaf af stað“ fullyrti hann. Jónasi fannst hann vera búinn að eyða full miklu fé, svo að afgreiðslumaðurinn sagði honum að spegill gæti látið fuglinn halda að það væri kominn annar fugl og þá færi hann örugglega að tala. Jónas keypti spegil.

Jú, viti menn, tveim dögum seinna kom Jónas aftur í búðina, en í þetta sinn með fuglinn, dauðan. „Hvað kom fyrir? Talaði fuglinn aldrei fyrir þig?“ spurði afgreiðslumaðurinn.

„Jú, jú,“ sagði Jónas. „Rétt áður en hann dó sagði hann „Hvernig er það, eru þeir alveg hættir að selja fuglafræ í gæludýrabúðinni?““