Jónas fór til Kanada og sótti um starf sem skógarhöggsmaður. Verkstjórinn ræddi við hann um starfið. “Allir menn í vinnu hjá mér geta fellt 100 tré eða fleiri á dag. Við gefum þér tækifæri til að sýna hvað þú getur.” Með það rétti hann honum keðjusög og fór, en sagði honum fyrst að hann kæmi klukkan fimm til að sjá hvernig hefði gengið.
Klukkan fimm kom verkstjórinn aftur og taldi trén sem Jónas var búinn að fella – 98. “Mér þykir þetta ákaflega leitt, Jónas minn, en þú náðir ekki lágmarkinu.”
“Ég var rétt að ná tökum á þessu,” sagði Jónas. “Leyfðu mér að reyna aftur á morgun. Ég þori að lofa því að ég næ 100 trjáa lágmarkinu!”
“Allt í lagi, þeir sögðu mér, strákarnir, að þú hefðir ekki slegið af í allan dag, svo ég skal samþykkja að þú fáir að prófa aftur á morgun.”
Daginn eftir kom verkstjórinn aftur klukkan fimm og taldi trén – 99 í þetta sinn. En honum féll vel við Jónas, þetta var hæglátur piltur og ekki til neinna vandræða, svo hann ákvað að gefa honum annað tækifæri. Einnig þótti honum líklegt að Jónasi tækist að fara upp í 100 trjáa lágmarkið eftir að hafa fellt fyrst 98 tré og síðan 99 tré. “Ég ætla að leyfa þér að reyna einn dag í viðbót, Jónas,” sagði hann.
Þriðja daginn kom verkstjórinn klukkan fimm og taldi trén hjá Jónasi, en aftur hafði hann bara náð 99 trjám. “Því miður Jónas minn,” sagði hann. “Ég verð að láta þig fara.” Jónas varð mjög hnugginn og byrjaði að týna föggur sínar saman. Verkstjórinn hafði samúð með honum og sagði “Bíddu aðeins, Jónas. Ég ætla að skoða sögina þína, hún gæti verið bitlaus.” Hann tók upp keðjusögina, skoðaði hana í krók og kring og setti hana svo í gang.
“FJANDINN SJÁLFUR !!” hrópaði Jónas. “HVAÐA HELVÍTIS HÁVAÐI ER ÞETTA ?!?”