Guðmundur nokkur fer til sálfræðings. “Læknir, ég er í tómum vandræðum. Alltaf þegar ég fer að sofa, hef ég það á tilfinningunni að einhver sé undir rúminu mínu. Og ef ég leggst undir rúmið hef ég það á tilfinningunni að það sé einhver liggjandi í því. Þú verður að hjálpa mér. Ég er að verða geðveikur á þessu!”

“Ekkert mál, en þetta gæti tekið tvö til þrjú ár,” segir sálfræðingurinn. “Komdu til mín þrisvar í viku og ég lækna óttann.”

“Og hvað kostar þetta?”

“Gjaldið er 7000 kr. fyrir hvern tíma.”

“Það er hrikalega dýrt læknir,” segir Guðmundur. “Leyfðu mér að sofa á þessu, við verðum í sambandi.”

Sex vikum síðar rekst Guðmundur á sálfræðinginn. “Af hverju komstu ekki til mín aftur?” spyr sálfræðingurinn.

“Fyrir 7000 kall á heimsókn? Haa! Barþjónn læknaði mig fyrir 500 kall!”

“Hvernig fór hann að því?” spyr sálfræðingurinn.

“Hann sagði mér að saga lappirnar af rúminu!”
—-
Systir Margrét, sem er nunna, fer til himna og fregnar að þar sé biðröð. Lykla-Pétur segir við hana: “Skrepptu nú niður á jörðina aftur og taktu það rólega í nokkrar vikur. En hafðu samband við mig vikulega.”

Viku síðar hringir hún og segir: “Lykla-Pétur, þetta er systir Margrét. Það er allt með kyrrum kjörum, fyrir utan að ég reykti eina sígarettu.”

“Það gerir nú ekkert til. Hringdu eftir viku.”

Næst hringir hún og segir: “Pétur, þetta er Margrét…ég fékk mér nokkur glös í gærkvöldi, ég vona að það sé í lagi.”

Lykla-Pétur svarar: “Ég býst við að við fyrirgefum það. En þú ættir að komast inn eftir um það bil viku.”

Vikur síðar hringir hún:“Pési minn, þetta er Magga. Við skulum bara gleyma þessu.”
—-
Drukkinn maður kemur inn á Hlemm og sest við hliðina á presti. Bindi mannsins er blettótt, andlit hans makað í rauðum varalit og hálftóm ginflaska stendur upp úr vasa hans. Hann opnar dagblað og byrjar að lesa.

Eftir nokkrar mínútur snýr maðurinn sér að prestinum og spyr: “Faðir, afhverju fá menn skorpulifur?” Prestinum ofbýður maðurinn og segir með viðbjóði: “Reykingum, ofdrykkju, lauslátu kvenfólki og fyrirlitningu fyrir náunganum.”

“Ja hérna!” muldrar sá drukkni og leggur frá sér blaðið.

Presturinn, hugsar um það sem hann sagði og biður manninn afsökunar: “Ég biðst fyrirgefningar, ég ætlaði nú ekki að vera svona dónalegur. Hversu slæmur ertu af skorpulifur?”

“Ó, ég er ekki með hana,” svarar maðurinn, “það stendur hérna í blaðinu að biskupinn sé með hana.”
—-