,,Hvað eru nærfötin þín?“ spurði hún hvöss þegar hún tók eftir því að Doddi var ekki í neinu undir sparibuxunum.
,,Ja hver andskotinn!” kallaði Doddi upp yfir sig. ,,Ég hef verið rændur!“
Maður einn fær skelfilegan hausverk í vinnunni, ákveður að taka sér frí eftir hádegi og fer heim. Þegar hann kemur heim, fer hann inn í eldhús, finnur magnyl og tekur tvær töflur. Svo heyrir hann tónlist, fer upp á loft og kemur að konu sinni með dvergi. Hann öskrar á hana: ,,Hundrað sinnum hef ég fyrirgefið þér þetta endalausa framhjáhald. Þú lofaðir fyrir viku að hætta og svo kem ég að þér svona!” Konan lítur á hann og segir: ,,vertu ekki að æsa þig góði, sérðu ekki að ég er að reyna að minnka við mig?“
Ormur kemur upp úr moldinni á vorlagi, skimar í kring um sig og sér annan orm sem horfir á hann.
,,Ég elska þig” segir hann.
,,Láttu ekki svona, ég er hinn endinn á þér."
It's a cruel world out there…