——————————————– ———————–
Einu sinni var ótrúlega lélegur golfleikari sem sló kúluna upp á mauraþúfu. Hann fór upp á mauraþúfuna og reyndi að slá hana þaðan, en það var alveg sama hvað hann hamaðist og sló, hann hitti aldrei neitt nema mauraþúfuna og drap maurana í stórum hópum. Að lokum voru ekki nema tveir maurar eftir á lífi. Annar þeirra leit á hinn og sagði: ,,Ef við viljum halda lífi, býst ég við að við ættum að flýja upp á gólfkúluna.”
—————————————- —————————
Rakel og Rebekka, gamalar vinkonur sem ekki höfðu sést árum saman, hittust á götu í London og fóru að spjalla saman. ,,Hvað er að frétta af sonum þínum?“ spurði Rebekka. ,,sá elsti,” svaraði Rakel ,,stundar fasteignaviðskipti og á miklar eignir í miðborginni. Sá næst elsti er heimsfrægur heilaskurðlæknir og sá yngsti, hann er gáfnaljósið í fjölskyldunni.“ ,, En hvað gerir hann þá?” Spurði Rebekka. ,,og hvað hefur hann í tekjur?“
Hann er mikill fræðimaður og Rabbíni. Hann hefur um eina milljón í árstekjur.
,,Bara eina milljón og hann er rabbíni?” sagði Rebekka furðulostin. ,,Hvaða framtíð er í því fyrir efnilegan gyðingapilt?“
————————————— —————————-
Gyðingur var að búa sig undir að yfirgefa Þýskaland eftir að Hitler komst til valda. Vinur hans sá að hann setti mynd af Hitler ofan í tösku.
,,Ætlaru að hafa mynd af Hitler með þér?” Spurði vinurinn dolfallinn af undrun. ,,Já, þá fæ ég ekki heimþrá.
——————————————— ———————-
Konan við betlarann: ,,Hérna góði minn, hér eru aurar handa þér. Það hlýtur að vera hræðilegt að vera lamaður, en ég held samt að það sé verra að vera blindur.“
Betlarinn: ,,já, það segiru satt. Fólk var alltaf að setja tölur í baukinn minn í staðinn fyrir peninga, þegar ég var blindur.
——————————————— ———————-
Gæti ég fengið að tala við manninn sem braust inn heima hjá mér í gærkvöld og var handtekinn þegar hann var að koma út?
,,Hvað viltu honum?”
,,Mig langar til að spyrja hvernig hann komst inn án þess að vekja konuna mína.
———————————————— ——————-
Brandararnir eru nú mis góðir (sumir heldur ekkert góðir) en só, kannski kann einhver að meta þá.
It's a cruel world out there…