Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar
vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann.
Einn daginn í vinnunni í kafflhélinu voru menn að tala um Björk
Guðmundsdóttur.
Þá heyrðist í Guðmundi: “Já, Björk, hún er nú góð stelpa”.
Vinnufélagi: “Guðmundur, þekkir þú Björk”
Guðmundur: “Já, hún er mjög fín”
Vinnufélagi: “Djöful… kjaftæði Guðmundur, Við erum kominir með nóg af
þessu. Þú þykist þekkja alla.
Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig.

Nokkrum dögum síðar í vinnunni
Vinnufélagi: ”Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á
morgun“
Guðmundur: ”Já Svíakonungur, það er nú góður karl“
Vinnufélagi: ”Þekkir þú líka Svíakonung“
Guðmundur: ”Já, Já ég þekki hann mjög vel“
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir búnir að fá sig full sadda á þessu
kjaftæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta.

Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög
einkennilegt.
Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli í
móttökunefnd að taka á móti Svíakonungi og heilsuðust Guðmudur og
Svíakóngur
með virtum.
Vinnufélagirnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum
sögum Guðmundar.

2 dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann ásamt konu sinni væri
að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: ”Páfinn, Já, Það er nú góður maður“
Yfirmaður: ”Guðmundur, þekkir þú nú páfann líka“
Guðmundur: ”Já, Já auðvitað, ansi fínn karl en svolítið gamall“
Yfirmaður: ”Guðmundur, nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til
Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum.
Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki
splæsir þú.
Guðmundur: “ok”

Á Ítalíu
Guðmundur og Yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og kirkjan var
fullsetin.
Þegar messan var búinn gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að
púltinu þar sem páfinn var.
Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman.
Siðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í
fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með
óráði og fólk stumrandi yfir honum.
Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er
að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: “Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?”
Yfirmaður “Nei , nei þegar þú varst að tala við páfann þá bankaði Robert
DeNiro í öxlina á mér og spurði mig:
”Who is that guy standing beside Guðmundur".