Kæru Hugar
Þetta er ekki beinlínis brandari, en því sem næst.
Fyrir nokkrum vikum var ég í vinnunni og var kallaður í símann, hinn eðlilegasti hlutur, en þegar ég lyfti tólinu að eyranu fann ég hvernig eitthvað kalt, blautt og klístrað smaug inn í eyrað á mér. Það kom á daginn að ein samstarfkona mín hafði smurt hvítlauksídýfu á símtólið til að hrekkja mig.
Mér finnast svona uppákomur alveg drepfyndnar og er alveg sama þó að þær geti beinst að mér.
Nú langar mig að auglýsa eftir einhverjum skemmtilegum hrekkjabrögðum frá ykkur vegna þess að mig langar til að gera eitthvað sniðugt á móti en einhverra hluta vegna dettur mér ekkert sniðugt í hug.
Eitt sinn sendi ég að vísu nýja manneskju, á þriðja degi, í að bursta tennur í tveimur tannlausum, en svoleiðis er bara fyndið einu sinni.
Með Kveðju POE