Fleiri góðir…

Sköpunarverkið fullkomnað.

Lykla Pétur og Guð eru að leggja
síðustu hönd á konuna áður en að þeir setja hana á jörðina.
“Taugaendarnir,” segir Pétur. “Hvað eigum við að setja marga í lófa
hennar?”
“Hvað settum við marga í Adam?” spyr Guð. “Tvö hundruð, ó þú mikli
Guð,” svarar Pétur.
“Þá gerum við það sama fyrir hana,” segir Guð.
“Hversu marga taugaenda ættum við að setja í kynfæri hennar?” spyr Pétur
aftur.
“Hvað settum við marga í Adam?” spyr Guð.
“Fjögur hundruð og tuttugu, ó þú mikli Guð” svarar Pétur.
“Auðvitað, við settum svona marga til að Adam gæti fjölgað mannkyninu og
fundist það gott í leiðinni, var það ekki? Gerum það sama fyrir konuna.”
segir Guð.
“Já, ó mikli Guð,” segir Pétur.
“Nei bíddu,” segir Guð. “Skítt með það, láttu hana hafa tíu þúsund.
Ég vil að hún æpi nafnið mitt!”


Eldhúsreglur

1.regla
Í þessu eldhúsi er öll neysla áfengis stranglega bönnuð.

2. regla
Þrátt fyrir ákvæði fyrstu greinar er heimilt að neyta hvítvíns með fiski.

3. regla
Til hvítvíns teljast í reglum þessum allir drykkir með áfengisinnihald að
hámarki 2,25% eða meira.

4. regla
Fiskur, samkvæmt annarri grein reglna þessarra, telst allur matur nema
hafragrautur.

5. regla
Verði hafragrautur á borð borinn skal hann þó einnig teljast fiskur.

6. regla
Sé enginn matur á borð borinn, fellur fyrsta grein reglna þessarra úr
gildi.