Jónas fór að hitta lækninn sinn og hjúkrunarkonan byrjaði skoðunina á nokkrum
grundvallarpurningum. „Hvað ertu þungur?“ spurði hún.
„Áttatíu og fimm kíló,“ sagði Jónas.
Hjúkkan setti hann á vigtina og það kom í ljós að hann var 130 kíló.
Hjúkrunarkonan spurði „Hvað ertu hár?“
„Einn áttatíu og sjö,“ sagði Jónas.
Hjúkkan mældi hann og það kom fram að Jónas var ekki nema 170 sentimetrar.
Næst mældi hún blóðþrýstinginn hjá Jónasi og það kom í ljós að hann var alltof hár.
Jónas útskýrði „Auðvitað er hann hár! Hvað heldurðu, kelling. Þegar ég kom hingað inn var ég
hávaxinn og grannur. Núna er ég lítill og feitur!“