* Staðreyndir sem enginn vissi ef ekki væru framleiddar bandarískar
bíómyndir *
Stórar þakíbúðir í New York, fullar af nýtískulegum húsgögnum, eru á
mjög viðráðanlegu verði, sama þó leigjendur þeirra séu atvinnulausir.
Mjög líklegt er að þú lifir af öll stríð sem þú getur lent í - nema að
þú gerir þau banvænu mistök að sýna einhverjum mynd af ástinni þinni sem
bíður heima.
Ef þú ætlar að dulbúast sem þýskur liðsforingi er alls ekki nauðsynlegt
að tala tungumálið. Þýskur hreimur dugar alveg.
Karlmaður mun ekki sýna nein sársaukamerki þó verið sé að berja hann til
óbóta. Hann mun hins vegar kippast til og vola þegar kona reynir að
hreinsa sár hans.
Annar helmingur eineggja tvíbura er illmenni.
Lendir þú í því að þurfa að aftengja sprengju er óþarfi að hafa áhyggjur
af því hvaða vír skuli klippa. Þú munt alltaf velja þann rétta.
Þú veist líka alltaf nákvæmlega hvenær hún springur því á öllum
sprengjum er búið að koma fyrir rafmagnsklukku sem telur niður að núlli
með stórum, rauðum stöfum.
Þó þú slökkvir ljósin til að fara að sofa mun allt í svefnherberginu
sjást greinilega áfram. Það verður bara kominn daufur, blár glampi á
hlutina.
Ef þú ert ljóshærð og falleg kona er mögulegt að þú verðir orðin
heimsfrægur sérfræðingur í kjarnaklofnun, risaeðlum, egypskum fornmálum
- eða bara hverju sem er - þegar þú nærð 22 ára aldri.
Heiðarlegir og duglegir lögreglumenn eru yfirleitt skotnir til bana
örfáum dögum áður en þeir fara á eftirlaun.
Geðsjúkir glæpamenn reyna að komast hjá því í lengstu lög að eyða
byssukúlum. Þess í stað leitast þeir við að myrða óvini sína með því að
nota flókinn og hægfara tæknibúnað sem inniheldur sprengiþræði, banvænar
gastegundir, leysigeysla, vélsagir og hungraða hákarla. Þannig fá fangar
a.m.k. 20 mínútur til að sleppa.
Í öllum glæparannsóknum er nauðsynlegt að fara a.m.k. einu sinni inn á
strípibúllu.
Ef þú ert falleg kona mun aldrei neitt koma fyrir andlitsmálninguna
þína, sama þó þú hafir verið að kafa eða berjast við geimverur. Ef þú
ert hins vegar of þung mun maskarinn renna niður á kinnarnar og
varaliturinn klessast.
Í öllum rúmum eru sérstök L-laga rúmföt sem ná upp að handakrika á
konunni sem í því liggur, en aðeins upp að mittinu á karlinum sem liggur
við hliðina á henni.
Í öllum innkaupapokum er a.m.k. ein franskbrauslengja og eitt knippi af
gulrótum með laufríkum endum.
Það er auðvelt að lenda flugvél, svo framarlega sem einhver í
flugstjórnarturninum geti talað við þig og gefið þér leiðbeiningar.
Loftræstikerfi í byggingum eru alltaf fullkominn felustaður. Engum
dettur nokkurn tímann í hug að leita að þér þar og þú getur skriðið um
allt húsið án nokkurra vandræða. Loftræstikerfi passa líka alltaf
nákvæmlega utan um þann sem þarf að fara upp í það, sama hvort sá er
byggður eins og Bruce Willis eða John Candy.
Þegar konur, sem gista í draugahúsum, athuga undarleg hljóð munu þær
klæðast engu nema gegnsæjum nærfötum, sem þær voru einmitt í þegar
bíllinn þeirra bilaði fyrir utan.
Þegar hetjan er drepin í stríðsmynd, þá hættir öll skothríð og bardagar
stöðvast, er ekki best að skjóta hetjuna strax og forðast þannig öll stríð?
No guts, no glory