Krefst þess að þú notir þinn eigin dósaopnara, og krefst þess að þú lesir leiðbeiningarnar vandlega áður en þú opnar dósina. Kom upprunalega bara í 8 millilítra dósum, en kemur núna í 16 ml. dósum. Hvað sem því líður er dósinni skipt niður í átta einingar, þar sem hver tekur 2 millilítra, þar sem að maður þarf að opna hverja sér. Verður fljótlega tekið úr framleiðslu, þó að fullt af fólki muni halda áfram að drekka það eftir að það er orðið ófáanlegt.
Mac bjór:
I byrjun kom það bara í 16 ml. dósum, en kemur núna í 32 ml. dósum. Er álitin af mörgum sem “léttur” bjór. Allar dósirnar líta alveg eins út. Þegar þú tekur eina út úr ísskápnum, opnast hún af sjálfum sér. Innihaldslýsingin er ekki skrifuð utan á dósina. Ef þú hringir og ert að spyrja hvort þú megir fá að vita hvert innihaldið er, er þér sagt að “þú þarft ekki að vita það.” Skilaboð á hliðinni minna þig á að draga þær tómu í ruslatunnuna.
Windows 3.1 bjór:
Vinsælasti bjór heims. Kemur í 16 ml. dósum sem líta út eins og hjá Mac bjór. Krefst þess að þú eigir Dos bjór fyrir. Heldur því fram að þú getir drukkið úr mörgum DOS bjórum samtímis, en í reynd geturðu bara drukkið nokkra þeirra, mjög hægt, sérstaklega hægt ef þú ert að drekka Windows bjórinn á sama tíma. Stundum, af engri augljósri ástæðu, mun Windows bjórinn springa þegar þú opnar hann.
OS/2 bjór:
Kemur í 32 ml. dósum. Leyfir þér að drekka marga DOS bjóra í einu.
Leyfir þér að drekka Windows 3.1 bjór samtímis líka, en örlítið hægar. Auglýsir að dósirnar muni ekki springa þegar þú opnar þær, meir að segja ef þú hristir þær. Þú sér í raun og veru engan drekka OS/2 bjór, en framleiðandinn (International Beer Manufacturing) heldur því fram að það sé búið að selja níu milljónir kippa.
Windows 95 bjór:
Mikið af fólki hefur bragðað á honum og sagt að hann sé yndislegur.
Dósirnar eru alveg rosalega líkar Mac bjór, en bragðast meira eins og Windows 3.1 bjórinn. Hann kemur í 32 ml. dósum, en þegar þú kíkir inn í innihalda dósirnar einungis 16 ml. af bjór. Meirihluti fólks mun líklega halda áfram að drekka Windows 3.1 bjórinn þangað til vinir þeirra prófa hann og segja hvað þeim finnst hann góður. Þegar þú kíkir í smáa letur innihaldslýsingarinnar sérðu að hann inniheldur það sama og DOS bjórinn, þó svo að framleiðandinn segi að þetta sé alveg ný uppskrift.
Windows NT bjór:
Kemur í 32 ml. dósum, en þú getur bara keypt hann í stórsendingum. Þetta veldur því að flest fólk neyðist til þess að fara út og kaupa sér stærri ísskáp. Dósirnar líta alveg eins út og Windows 3.1 bórinn en framleiðandinn lofar að breyta útliti dósarinnar svo að hún líti alveg eins út og Windows 95 bjórinn. Er hampað sem bjór af iðnaðar styrkleika, og mælt með því að hann sé bara notaður í börum.
Unix bjór:
Kemur í mörgum mismunandi vörumerkjum, í dósastærðum frá 8 ml. upp í 64 ml. Unix þjórarar sýna mikla tryggð við sitt vörumerki, þó svo að þeir segi að tegundirnar bragðist næstum því alveg eins. Stundum brotnar opnunar hringurinn þegar þú reynir að opna hann, þannig að þú verður að hafa eigin dósaopnara í þeim tilvikum og þá þarftu annaðhvort að hafa nákvæmar leiðbeiningar eða vin sem er búin að drekka Unix bór í mörg ár til þess að hjálp þér.
AmigaDOS bjór:
Fyrtitækið er löngu farið á hausinn, en uppskriftin þeirra hefur verið sýndur áhugi af einhverju skrýtnu, þýsku fyrirtæki, þannig að nú mun þessi bjór vera innfluttur. Þessi bjór seldist virkilega aldrei neitt vegna þess að upprunalegi framleiðandinn skildi ekki markaðssetningu. Líkt og með Unix bjór, eru AmigaDOS áhangendur mjög trúr og hávaðasamur hópur. Hann kom upprunalega í 16 ml. dósum, en það er hægt að fá hann í 32 ml. dósum í dag. Þegar hann var kynntur fyrst virtist hann ögrandi og litríkur, en hönnunin hefur ekki breyst mikið yfir árin svo að hann virðist gamaldags. Gagnrýnendur þessa bjórs segja líka að hann sé bara ætlaður til þess að horfa á sjónvarpið hvort eð er.
Ph'nglui mglw'nafh Cthulhu R'lyeh wgah'nagl fhtagn