Vonandi hefur þetta ekki komið áður á huga, en ef svo er, þá biðst ég afsökunar á því=)


Einn góðan veður dag dóu þrír menn og fóru til Lykla-Péturs. Lykla-Pétur sagði þeim að það væri ekki auðvelt að komast til himnaríkis, og spurði þá þess vegna hve oft þeir höfðu haldið framhjá konunum sínum. Sá fyrsti sagðist aldrei hafa haldið framhjá konuni sinni og þess vegna lét Lykla-Pétur hann fá Bens til að keyra til himnaríkis. Annars sagðist hafa haldið framhjá konuni sinni 2-3 sinnum og þess vegna lét Lykla-Pétur hann fá Skoda til að keyra til Himnaríkis. Sá Þriðji sagðist aftur á móti nota hvert tækifæri til að halda framhjá konuni sinni svo að Lykla-Pétur lét hann fá hjól til að fara upp til himnaríkis, þegar að hann var hálfnaður, más og móður sá hann að Bensinn var kyrrstæður úti í kanti. Hann stoppar og sér að sá fyrsti er grátandi við stýrið hann spyr hvað sé að, þá svara sá fyrsti: “ það var þannig að ég mætti konuni minni og hún var fótgangndi”

Eitt sinn á bar nokkrum kom maður til barþjónsins og sagði: Ef þú setur glas í einn enda barsins og ég stend í hinum og get pissað í það, borgaru mér þá 10.000 kall? Já,sagði barþjónnin, en ef þú drífur ekki borgar þú mér 10.000 kall.
Barþjónnin setur glas í einn enda barsins og maðurinn tekur sér stöðu í hinum endanum og byrjar.
Maðurinn pissar yfir allan barþjónin og fullt af borðum en drífur ekki á glasið. þjónnin er rennblautur en honum er sama því hann var að vinna sér inn 10.00 kall.
Maðurinn borgar og brosir. Afhverju brosirðu svona maður, spyr barþjónnin.
Sérðu mannin þarna? Segir maðurinn. Ég veðjaði við hann uppá 50.000 kall að ég gæti pissað yfir þig allan og þú værir samt glaður!

Þrír menn voru dánir og voru á leiðinni til Lykla-Péturs. Þegar þeir komu ákvað Lykla-Pétur að skemmta sér svolítið. Sá sem dó versta dauðdagann má fara upp til himna sagði Lykla-Pétur.
Sá fyrsti sagði: Ég bý á 3. hæð í blokk. Það var þannig að ég hafði alltaf haldið að konan mín væri að halda framhjá svo ég ákvað að koma snemma heim úr vinnunni og finna manninn. Eftir langa leit fann ég hann ekki. Ég fór útá svalir og sé þar mann hangandi á svalarhandriðinu. Ég varð svo reiður að ég byrjaði að slá á fingurna á honum, en hann datt ekki niður. Þá náði ég í hamarinn minn og fór að lemja. Þá datt hann niður, en var svo heppinn að hann lenti á runna. Þannig að ég náði í ískápinn minn og henti honum á hann. Ég held að hann hafi dáið. En eftir alla áreynsluna fékk ég hjartaáfall og dó.
Þú hefur dáið hræðilegum dauðdaga, sagði Lykla-Pétur. Þú mátt fara upp.
Sá næst sagði: Ég bý á 4. hæð í blokk. Það var þannig að ég var að gera mínar daglegu armbeygjur á svölunum hjá mér. En vildi svo óheppilega til að ég rann til og datt, en svo heppilega til að ég náði tökum á svölunum fyrir neðan. Ég var búinn að hanga þar í nokkurn tíma þegar maður kemur út á svalir. Ég verð rosalega glaður þangað til hann fer að lemja á fingurna á mér. En ég næ að halda mér. Þá nær hann í hamar og lemur á fingurna. Þá datt ég, en lendi á runna. Þegar ég er að fara að standa upp hendir hann ískáp á mig. Og þá dó ég.
Þetta var ennþá verri dauðdagi, sagði Lykla-Pétur. Þú mátt fara upp.
Sá þriðji sagði: Já, það var þannig að ég var að fela mig í ískáp…

Jónas fór til sálfræðings. Sálfræðingurinn teiknaði hring á blað og spurði „Hvað sýnist þér þetta vera?“
„Nakin kona,” sagði Jónas.
Sálfræðingurinn teiknaði ferning á blað. „En þetta?“ sagði hann
„Nakin kona á göngu,” sagði Jónas.
Nú teiknaði sálfræðingurinn þríhyrning á blaðið. „Hvað heldur þú að þetta sé?“ spurði hann.
„Þetta er nakin kona sem situr á stól,” svaraði Jónas.
„Ja hérna,“ sagði sálfræðingurinn. „Mér sýnist að þú sért með kynlíf á heilanum.”
„Ég???“ sagði Jónas. „Það ert þú sem ert að teikna allar klámmyndirnar!”

Magga: Elskarðu mig yfir máta ofur heitt?
Jónas: A-ha.
Magga: Finnst þér ég vera fallegasta kona í heimi og engin undanskilin?
Jónas: Já-já.
Magga: Sýnist þér varir mínar vera eins og rósablöð, augu mín eins og tvær tindrandi stjörnur og hárið á mér eins og dýrasta silki?
Jónas: U-humm.

Ungur maður sem réð sig sem leiðbeinanda í gagnfræðaskóla var orðinn ansi þreyttur á nemendum sínum eftir fyrstu vikuna. Í einum tímanum, þegar honum þótti börnin sína takmarkaða færni, sagði hann: „Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp.“ Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: „Hvað er að ske, eruð þið öll vitringar?” Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: „Svo þú telur þig heimskan?“ Drengurinn svaraði: „Nei, ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn.”

Einu sinni voru þrír fótboltaáhugamenn að þvælast um Sádi Arabíu.
Einn hélt með Leeds, annar með Liverpool en sá þriðji með Man. Utd.
Auðvitað voru þeir allir fullir, en það er stranglega bannað í Saudi Arabíu, þannig að þeir voru allir handteknir. Svo voru þeir leiddir fyrir sheikinn. Sem sagði." Vegna drykkjuskapar á almannafæri verðið þið allir hýddir 50 svipuhöggum. En vegna þess að í dag er þjóðhátíðardagur hjá okkur ætla ég að veita ykkur tvær óskir hvorum.
Kom svo að því að hýða átti Leedsaran svo hann bað um að fá kodda bundinn á bakið á sér og bestu fáanlega læknishjálp ef með þyrfti. kom svo að því að hann var hýddur, en koddinn dugði ekki nema í 15 svipuhögg þannig að hann varð alblóðugur og næstum dauður eftir þessa meðferð. En fékk læknishjálp.
Síðan kom að Liverpool manninum….Hann sagði ég vil fá tvo kodda bundna á bakið á mér, og ef með þarf þá bestu læknisaðstoð sem um getur. Svo kom að hýðingunni. koddarnir dugðu í 30 svipuhögg. Blóðugur en á lífi fékk Unided maðurinn góða aðhlynningu og var nokkuð kátur.
Loksins kom að Poolaranum. Hann sagði hátt og snjallt…BÆTIÐI VIÐ 200 svipuhöggum og bindið helvítis Liverpoolmaninn á bakið á mér.

*TAKK FYRIR*