Þrenn hjón, gömul, miðaldra og nýgift, fóru í kaþólsku kirkjuna og vildu ganga í söfnuðinn.
Presturinn segir við þau að til þess þurfi þau að lifa skírlífi í tvær vikur.
Hjónin ganga að þessu og koma aftur eftir tvær vikur.
Presturinn segir þá við gömlu hjónin: “Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur?”.
Gamli maðurinn svarar strax: “Ekkert mál, faðir”. “Til hamingju!”, segir presturinn. “Velkomin í söfnuðinn!”. Hann snýr sér að miðaldra hjónunum og segir: “Gátuð þið lifað án kynlífs í tvær vikur?”.
Maðurinn svarar: “Fyrsta vikan var í lagi en seinni vikuna þurfti ég að sofa á sófanum nokkur kvöld. Við höfðum það samt”. “Til hamingju!”, segir presturinn. “Velkomin í söfnuðinn”.
Að lokum segir hann við nýgifta parið: “Jæja, gátuð þið verið án kynlífs í tvær vikur?”
“Nei”, sagði ungi maðurinn dapur í bragði. “Við gátum ekki verið án kynlífs í tvær vikur”.
“Hvað gerðist?”, spyr presturinn. “Konan mín missti mjólkurfernu í gólfið. Þegar hún beygði sig niður til að taka hana upp, stóðst ég ekki mátið og tók hana aftan frá.”
“Þið skiljið”, segir presturinn, “að þetta þýðir að þið eruð ekki velkomin í söfnuðinn”
“Við skiljum það”, segir ungi maðurinn. “Við erum heldur ekki velkomin í Bónus”.