Tvær ljóskur fóru í fyrsta skipti til útlanda og voru að fara í fyrsta sinn í lest. Þegar þær eru búnar að koma sér vel fyrir í sætunum gengur ávaxtasali á milli sætaraðanna og er að selja framandi ávexti sem þær hafa aldrei séð áður. Þær ákveða að kaupa sér sitthvorn ávöxtinn. Önnur ljóskan ákveður að gæða sér á ávextinum um það leyti sem lestin er að fara inn í göng. Þegar lestin kom út úr göngunum lítur hún á vinkonu sína og segir, “Ég myndi ekki borða þennan ávöxt ef ég væri þú.” “Af hverju ekki?” “Ég tók einn bita og varð blind í hálfa mínútu.”
____________________________________________ _______________________
Einu sinni var ljóska í Elko og sá sjónvarp sem henni leist vel á. Hún sagði við afgreiðslumanninn að hún vildi kaupa sjónvarpið. Þá sagði afgreiðslumaðurinn að hann afgreiddi ekki ljóskur. Jæja, ljóskan fór heim og litaði hárið svart. Hún kom svo aftur næsta dag og bað afgreiðslumanninn um sjónvarpið. Aftur sagði hann að hann afgreidd ekki ljóskur. Ljóskan skildi ekkert hvernig hann vissi að hún væri ekki ljóska en fór heim rakaði af sér allt hárið og fór í Elko næsta dag. Þegar hún bað um sjónvarpið sagði afgreiðslumaðurinn eins og áður að hann afgreiddi ekki ljóskur. Nú stóð hún alveg á gati! Hún spurði afgreiðslumanninn hvernig í ósköpunum hann gæti séð að hún væri ljóska, þar sem hún væri ekki með neitt hár á höfðinu. Afgreiðslumaðurinn sagði henni þá að enginn nema ljóska myndi halda að þessi örbylgjuofn væri sjónvarp.
____________________________________________ ______________________
Hvernig kemurðu einhentri ljósku niður úr tré?
Þú veifar til hennar.
______________________________________________ ____________________
Einu sinni voru ljóska og venjuleg kona úti að labba. Þá sagði venjulega konan :
“æ sjáðu litla dauða fuglin þarna.”
Þá leit ljóskan upp og sagði ha hvar.
________________________________________________ _________________
Af hverju varð ljóskan ringluð þegar hún eignaðist tvíbura?
Hún vissi ekki hver var móðir hins barnsins!
_____________________________________________________ ____________
Hvernig heilaþværðu ljósku?
Blæst í eyrað á henni!
_____________________________________________________ ______________
Hvað færðu ef þú raðar tólf ljóskum svo þétt saman hlið við hlið að eyrun nema saman?
Vindgöng!
_____________________________________________________ ____________
Hvað gefurðu ljósku til að hafa ofan af fyrir henni?
Poka af M&M og segir henni að raða kúlunum í stafrófsröð!
_____________________________________________________ ____________
Hvernig veistu að ljóska hefur verið að vinna í tölvunni þinni ?
Það er Tippex út um allan skjáinn!
_____________________________________________________ ____________
Hvað kallarðu dökkhærða stelpu sem að litar hárið á sér ljóst?
Heimska ljósku…
_____________________________________________________ ____________
Hvað kallarðu ljósku sem að litar hárið á sér dökkt?
Gervigreind
_____________________________________________________ ____________
Maður kom inn á bar með risastóran krókódíl. Fólkið varð náttúrulega alveg skíthrætt og stökk upp á borð og fleira. Eigendurnir komu og sögðu manninum vinsamlega að fara með krókódílinn út úr húsinu.
Maðurinn fór upp á borð og talaði til allra gestanna.
,, Herrar mínir og frúr! Það er alger óþarfi að óttast þessa elsku, hann Króki minn gerir ekki flugu mein! Ég skal bara sýna ykkur!”
Maðurinn beygir sig að krókódílnum og segir:
,,Króki, sestu!,” síðan lemur hann krókódílinn harkalega í hausinn
BANG, BANG, BANG! heyrist, og viti menn, krókódíllinn sest ofur varlega á halann.
,,Króki! opnaðu kjaftinn!”kallar maðurinn og lemur ,,Króka” í hausinn, BANG, BANG, BANG!
Króki hlýðir og opnar kjaftinn.
Næst tekur maðurinn út á sér ,,vininn” og leggur hann í kjaftinn á Króka og segir: ,,Króki! Lokaðu kjaftinum, en BÍTTU EKKI!”
BANG, BANG, BANG heyrist þegar hann lemur dýrið.
Króki lokar kjaftinum rólega en stoppar tímanlega til að forða ,,vininum.”
Áhorfendaskarinn varpar öndinni léttar um leið og maðurinn segir:
,,Króki! opnaðu kjaftinn!,” BANG, BANG, BANG” og krókódíllinn opnar kjaftinn.
,,Þarna sjáiði!” kallar maðurinn yfir hópinn. ,,Vill einhver annar prófa?”
Ljóska aftarlega í salnum, gengur fram og segir: ,,Jájá, ég skal prófa, en þú mátt ekki lemja mig svona fast í hausinn.”
hehe………