Þrír vinir deyja í hræðilegu slysi og fara til himna. Um leið og þeir eru komnir inn, þá er einn þeirra handjárnaður við eina af ljótustu stelpunum á himnum. “Af hverju?” spyr hann.
Lykla Pétur svarar, “Þegar þú varst níu ára, þá drapstu fugl með steini.”
Það sama hendir næsta vin, af sömu ástæðu. Þeir höfðu verið saman í að drepa fuglinn með steini þegar þeir voru níu ára.
Þriðji vinurinn hlær að vinum sínum, þar sem hann er handjárnaður við eina gullfallega og segir: “Heppinn var ég að vera ekki með ykkur í þessu.”
Hinir spyrja Lykla Pétur afhverju hann fái svona fallega stelpu.
“Af því að þegar hún var níu ára, þá drap hún fugl með steini.”
!“#$%&/()=Ö_!”#$%&/()=Ö_!“#$%&/()=Ö_!”#$%&/()=Ö _!“#$%&/()=Ö_!”#$%&/
Jón var á dánarbeðinu. Guðrún konan has sat hjá honum og hélt í hönd hans. Tár runnu niður kinnar hennar. Jón lítur allt í einu á hana og byrjar að hreyfa litlausar varirnar: “Elsku Guðrún mín,” hvíslar hann.
“Rólegur elskan mín,” hvíslar hún til baka, “ekki vera að reyna á þig.”
Hann var þrjóskur. “Guðrún,” segir hann þreytulega, “ég verð að játa svolítið fyrir þér!”
“Þess þarf ekkert,” kjökrar Guðrún, “hvíldu þig bara.”
“Nei, nei. Ég verð að fara með hreint fyrir mínum dyrum, Guðrún mín. Þannig var að ég svaf hjá systur þinni… og svo svaf ég hjá vinkonu þinni nokkrum sinnum. Og …,” það verður smá þögn, “síðan svaf ég líka hjá mömmu þinni.”
“Ég veit,” segir hún, “þess vegna eitraði ég fyrir þér.”