Það var í messu í enskri kirkju. Presturinn lét samskotabaukinn ganga og þegar hann kom aftur til baka var hann hálffullur af pundseðlum, en á botninum voru þrjú pens. “Ég sé að það er Skoti í kirkjunni í dag,” segir presturinn í gamni. Þá stóð upp maður á aftasta bekk og sagði: “Já, séra minn, við erum hérna þrír.”
_____________________________________________________ __________
MacCool brá sér í bæjarferð til London og bjó þar á stóru hóteli. En þegar hann kom heim aftur kvartaði hann mikið yfir því að hinir hótelgestirnir hefðu ekki verið sérlega tillitssamir. “Um þrjúleytið á hverri nóttu fóru þeir að berja á svefnherberfisdyrnar, á veggina og meira að segja í gólfið og loftið. Stundum urðu barsmíðarnar svo háværar að ég gat varla heyrt í sjálfum mér að spila á sekkjapípurnar
_____________________________________________________ ____________
Tveir Skotar voru í fjallgöngu í Ölpunum, þegar annar þeirra féll fram af bjargbrún. Hann náði þó taki á hríslu skammt fyrir neðan brúnina og kallaði upp til hins: ”Hlauptu eins hratt og þú getur niður í þorpið og náðu í reipi. Ég reyni að hanga hérna á meðan, ef hríslan gefur sig ekki.“ Félagi hans hljóp af stað, en eftir um það bil klukkutíma kom hann aftur másandi og blasandi. ”Jæja, ertu með reipið?“ kallaði hinn. ”Nei,“ svaraði Skotinn. ”Þessir okrarar í þorpinu vildu fá tvö pund fyrir það."