Ungur maður var að keyra í sveitinni og ók bílnum sínum eftir frekar mjóum vegi þegar hann kemur að blindbeygju. Skyndilega kemur annar bíll á móti, öfugu megin á veginum og ungi maðurinn á fullt í fangi með að hafa stjórn á bílnum og forðast árekstur. Stór og mikil kona situr við stýrið á hinum bílnum og um leið og hún skýst framhjá stingur hún höfðinu út um gluggann og kallar: “Svín!!” Ungi maðurinn öskrar á móti: “Belja!!” og keyrir áfram. Þegar hann kemur út úr beygjunni keyrir hann aftan á stærsta svín sem hann á ævinni hefur séð…
_____________________________________________________ ____________
Jón tók eftir því að vinur hans, Binni, var orðinn alltof fullur og gengur áhyggjufullur til hans við barinn og spyr: “Er eitthvað að félagi?”

“Það eru kvennavandræði,” svaraði Binni, “hvað annað? ”

“Segðu mér frá því,” segir Jón.

“Það er konan þín.”

“Konan mín? Hvað með hana?” spyr Jón hissa.

“Ég held að hún sé farin að halda framhjá okkur…”
_____________________________________________________ ____________
Einn yndislegan laugardagsmorgunn eru vinirnir Gummi og Siggi að spila golf. Gummi lendir í því að skjóta út fyrir völlinn og inn í þétt kjarr svolítið fyrir neðan flötina. Hann grípur áttu-járnið og býr sig undir leit að kúlunni. Þar sem hann rótar í kjarrinu sér hann eitthvað glansandi á jörðinni. Þegar hann kemur nær sér hann að þar er áttu-járn í hendinni á beinagrind sem liggur þar við hliðina á mikið veðraðri golfkúlu.
Hann kallar á félaga sinn: “Heyrðu Siggi, ég er í stórum vandræðum hérna.”

Siggi kemur hlaupandi út á vallarbrúnina og kallar: “Hvað er að?”

Gummi kallar til baka titrandi röddu, “hentu til mín sjö-járninu! Lítur út fyrir að ég komist ekki héðan með áttunni.”
_____________________________________________________ ____________
Prestur kemur til rakarans. Eftir að búið er að klippa hann, spyr hann hvað það sé mikið:

“Ekkert,” segir rakarinn, “lítum bara á þetta sem þjónustu við Drottinn.”

Morguninn eftir þegar rakarinn kemur til vinnu, liggja 12 biblíur og þakkarbréf frá prestinum við dyrnar á rakarastofunni.

Seinna þennan dag, kemur lögreglumaður og lætur klippa sig. Þegar hann spyr hvað það sé mikið segir rakarinn:

“Ekkert, lítum bara á þetta sem þjónustu við samfélagið.”

Morguninn eftir liggur kassi með 12 kleinuhringjum og þakkarbréf frá lögreglumanninum við dyrnar á rakarastofunni.

Þennan sama dag kemur alþingismaður í klippingu. Þegar hann er búinn og spyr hvað það sé mikið, segir rakarinn:

“Ekkert, lítum bara á þetta sem þjónustu fyrir föðurlandið.”

Næsta morgun biðu 12 alþingismenn við dyrnar á rakarastofunni.


ROFL