Drukkinn maður kemur inn á Hlemm og sest við hliðina á presti. Bindi mannsins er blettótt, andlit hans makað í rauðum varalit og hálftóm ginflaska stendur upp úr vasa hans. Hann opnar dagblað og byrjar að lesa.
Eftir nokkrar mínútur snýr maðurinn sér að prestinum og spyr: “Faðir, afhverju fá menn skorpulifur?” Prestinum ofbýður maðurinn og segir með viðbjóði: “Reykingum, ofdrykkju, lauslátu kvenfólki og fyrirlitningu fyrir náunganum.”
“Ja hérna!” muldrar sá drukkni og leggur frá sér blaðið.
Presturinn, hugsar um það sem hann sagði og biður manninn afsökunar: “Ég biðst fyrirgefningar, ég ætlaði nú ekki að vera svona dónalegur. Hversu slæmur ertu af skorpulifur?”
“Ó, ég er ekki með hana,” svarar maðurinn, “það stendur hérna í blaðinu að biskupinn sé með hana.”
_____________________________________________________ ____________
Engill birtist allt í einu inn á fundi skólaráðs við Háskólann í Reykjavík. Engillinn segir við Guðfinnu: “Vegna óeigingirni þinnar og dugnaðar í starfi, þá hefur himnaráðið ákveðið að veita þér eina ósk. Þú getur valið um óendanlegan auð, óendalega visku eða óendanlega fegurð.”

Án þess að hika velur Guðfinna óendanlega visku.

“Sama og gert!” segir engillinn og hverfur í reykskýi og eldingu.

Allir á fundinum eru núna að horfa á Guðfinnu, þar sem hún situr náföl við endann á fundarborðinu. Þá hvíslar einn fundarmannana: “Segðu eitthvað gáfulegt!”

“Ég hefði átt að taka peningana..”
________________________________________ _________________________
Gömul hjón voru að horfa á Omega eitt kvöldið. Á dagskrá var einn af þessum sjónvarps predikurum sem lækna allt og alla. Hann lítur í myndavélina og segir:

“Góðir áhorfendur, ég ætla nú að deila með ykkur gríðarlegum lækningarmætti mínum. Mig langar að biðja ykkur að standa upp, leggja aðra hönd á sjónvarpið og hina höndina á þann líkamshluta sem þarfnast lækningar.”

Gamla konan var búin að vera ansi slæm í maganum, svo hún stendur upp, leggur aðra hönd á sjónvarpið og hina á magann.

Gamli maðurinn stendur líka upp, leggur aðra hönd á sjónvarpið og grýpur um typpið á sér með hinni.

Þá segir konan hans háðsk á svipinn: “Elli minn. Hann var að tala um að lækna þá sjúku, ekki reisa upp frá dauðum
_______________________________________________ ____________________
Tveir læknar gengu um borð í flugvél á leið til Seattle. Annar situr við gluggann og hinn í miðjusæti. Rétt fyrir flugtak kemur inn lögfræðingur og sest við hliðina á þeim.
Lögfræðingur sparkar af sér skónum og er að koma sér fyrir þegar læknirinn við gluggann býst til að standa upp og sækja sér kók. ”Ég held mig langi í kók,“segir hann.”Ekkert mál,“ segir lögfræðingurinn, ”ég skal sækja það fyrir þig.“ Á meðan hann er í burtu tekur læknirinn skóinn hans og hrækir í hann.
Þegar lögfræðingurinn snýr aftur segir hinn læknirinn: ”Þetta lítur vel út, ég held að mig langi líka í kók.“ Og lögfræðingurinn stekkur til og sækir fyrir hann kók og á meðan hann er í burtu hrækir sá í hinn skóinn hans.
Lögfræðingurinn snýr aftur og þeir sitja og njóta flugsins. Þegar vélin var lent og lögfræðingurinn smellir sér í skóna aftur fattar hann um leið hvað hafði gerst.
”Hversu lengi á þetta að ganga?“ spyr hann, ”þessi illindi á milli okkar starfsstétta. Þetta hatur? Þetta ofstæki? Hrækja í skó og pissa í kók?
_________________________________________________ __________________