1. Ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá gerir það það.
2. Ekkert er eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera.
3. Allt tekur lengri tíma en þú bjóst við.
4. Ef sá möguleiki er fyrir hendi að eitthvað fari úrskeiðis, þá fer það
úrskeiðis sem mestu tjóni veldur.
5. Sérhver lausn hefur ný vandamál í för með sér.
6. Brostu, morgundagurinn verður verri.
7. Hlutirnir skemmast í réttu hlutfalli við verðmæti þeirra.
8. Ef þér sýnist hlutirnir ganga vel þá hefur þér yfirsést eitthvað.
9. Hafðu engar áhyggjur þótt þér líði vel, þú kemst yfir það.
10. Það er sama hvað þú leitar lengi að einhverjum hlut, þegar þú ert búin
að kaupa hann finnur þú hann á útsölu einhverstaðar annarsstaðar.
11. Þú færð alltaf mest af því sem þú hefur minsta þörf fyrir. Og öfugt.
12. Ef þú hendir einhverju sem hefur legið uppi á háalofti í tíu ár þá þarfti á því að halda daginn eftir.
13. Það er alveg sama í hvaða átt þú hjólar, það er alltaf upp brekku og á móti vindi.
14. Hin biðröðin gengur fljótar.
15. Tannpínan byrjar yfirleitt á laugardagskvöldi.
16. “Verra getur það ekki orðið” er heimskulegt máltæki.
17. Sælir eru þeir sem ekki búast við neinu því þeir verða ekki fyrir vonbrigðum.
18. Ekkert verk er svo auðvelt að ekki sé hægt að klúðra því.
Smá viðauki: Ef þú trúir of mikið á Lögmál Murphy's munu þau ekki virka.