Þrír prestar eru í göngutúr um Öskjuhlíðina. Það var mjög heitt og þegar þeir koma að Nauthólsvíkina ákveða þeir að baða sig aðeins. Þar sem enginn var í víkinni og þeir höfðu ekki komið með nein sundföt ákveða þeir að baða sig naktir.

Þar sem þeir eru að spóka sig í sjónum, koma nokkrar stelpur aðvífandi, prestunum til mikillar skelfingar. Þar sem þeir ná ekki að komast í fötin í tíma, ákveða tveir þeirra að reyna að hylja græjurnar, en einn grípur fyrir andlitið á sér.

Þegar þeir eru komnir í skjól, spyrja þeir þann sem huldi andlitið, hvers vegna í ósköpunum hann hefði gert það, en ekki reynt að hylja á sér kynfærin.

“Ég veit nú ekki hvernig það er í ykkar söfnuðum,” svarar presturinn, “en í mínum er það nú andlitið á manni sem þekkist.”
_____________________________________________________ ______________

Dag einn á siglingu, kemur skipstjórinn auga á sjóræningjaskip. Öll áhöfnin verður skelfingu lostin.

Skipstjórinn kallar: “Komið með rauðu skyrtuna mína!!” Einn áhafnarmeðlimanna kemur með rauðu skyrtuna og þeir verjast grimmilega þar til sjóræningjarnir gefast upp.

Um kvöldið er skipstjórinn spurður af hverju hann hafi viljað rauðu skyrtuna fyrir bardagann:

“Ef ég hefði særst,” segir skipstjórinn, “þá hefði ekki sést neitt blóð þannig að þið hefðuð ekki þurft að hafa áhyggjur af mér og getað haldið áfram að berjast, óhræddir.”

Allir sátu og dáðust að hugrekki skipstjórans.

Snemma næsta dag, sjá þeir fleiri sjóræningjaskip. Ekki eitt, ekki tvö, heldur tíu skip! Áhöfnin horfir með aðdáunaraugum á skipstjórann og bíða eftir einhverju af hans snjöllu úrræðum.

Skipstjórinn horfir með stálaugnaráði á sjóræningjaskipin nálgast og kallar síðan: “Komið með brúnu buxurnar mínar.

_____________________________________________ ______________________

Í heimavistarskóla einum er deildarstýran að messa yfir nýju stelpunum:

”… og munið ungu konur, þið þurfið ekki bara að hugsa ykkar eigin heiður, heldur heiður skólans. Þegar þið hittið unga menn, spyrjið ykkur: Er klukkutíma ánægja virði ævilangrar smánunar? Jæja, eru einhverjar spurningar?“

”Já,“ segir ein, ”hvernig lætur maður það endast í klukkutíma?“

___________________________________________________ ________________

Kennarinn var að kenna litlu börnunum líffræði og kennslan snérist um hvali. Kennarinn útskýrði fyrir krökkunum að þrátt fyrir að hvalir væru mjög stórir, þá hefðu þeir lítinn háls og þess vegna væri ómögulegt fyrir þá að gleypa manneskju.

”En hvalurinn gleypti Jónas!“ segir ein stelpan í bekknum.

Kennarinn hélt fast við sitt og sagði að hvalir gætu ekki gleypt fólk.

”Þegar ég fer til himna,“ segir litla stelpan, ”þá ætla ég að spyrja Jónas!!“

”En ef að Jónas fór til helvítis?“ spyr kennarinn háðskur.

”Þá spyrð þú hann bara…“


_________________________________________________ __________________

Eiginmaður kemur til sálfræðings:

”Læknir, þú verður að hjálpa mér. Konan mín heldur framhjá mér. Á hverju föstudagskvöldi fer hún á Players til að reyna við karlmenn. Reyndar sefur hún nánast hjá hverjum sem er! Ég er að verða vitlaus á þessu. Hvað á ég eiginlega að gera?“

”Róaðu þig,“ segir læknirinn, ”dragðu djúpt andann. Segðu mér. Hvar er Players nákvæmlega?"




Þeir sem hafa nennt að lesa þetta allt eiga skilið að vita að þetta eru allt copy- paste brandarar og ég las þám ekki alla sjálfur.
En samt eru þeir fyndnir!!!!!!!!
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.