Binni var að tala við vin sinn um komandi sumarleyfi: “Veistu, ég ætla ekki að hlusta á þig núna þegar ég tek fríið mitt.”
“Fyrir þremur árum sagðirðu mér að fara á Hawaí. Ég fór og kellingin varð ólétt. Fyrir tveimur árum bentirðu mér á að fara til Bahamas og kellingin varð ólétt aftur. Svo í fyrra, þá sagðirðu mér að það meiriháttar á Tahítí og anskotinn hafi það, kellingin varð ólétt enn eina ferðina.”
“Og hvað ætlarðu þá að gera núna?” spyr vinur Binna.
“Í ár,” segir Binni, “þá tek ég kellinguna með mér.”
_______________________________________________ _________________–
Maður nokkur fer inn á almenningssalerni og stillir sér upp við pissuskál milli tveggja eldri manna. Hann gægist til vinstri og sér að úr þeim gamla standa tvær bunur:
“Hvað er nú þetta?” spyr hann forvitinn.
“Slys í hernum,” svarar sá gamli. “Fékk kúlu í typpið. Þeir náðu að bjarga því, en það er með tveimur pissugötum.”
Þegar maðurinn lítur til vinstri þá sér hann að úr hinum gamla standa þrjár bunur:
“Hvað kom fyrir þig?” spyr maðurinn aftur forvitinn
“Slys í hernum. Í Þýskalandi. Kúla í typpið, skildi eftir þrjú pissugöt.”
Þessir gömlu fyrrverandi hermenn taka nú eftir því að frá manninum standa tólf bunur:
“Lentir þú í slysi líka?” spyrja þeir.
“Neibbs, rennilásinn er bara fastur.”
____________________________________________ ___________________
Búðareigandinn var að koma úr mat og tekur eftir því að einn sölumaðurinn er með höndina í fatla. Áður en hann náði að spyrja hann hvað hefði gerst, kemur hann sigri hrósandi og segir:
“Gettu hvað? Heldurðu að ég hafi ekki náð að selja þarna hræðilega ljótu jakkafötin sem við erum búnir að sitja uppi með í marga mánuði!!”
“Ertu að meina þessi hræðilegu, bleiku og bláröndóttu?”
“Nákvæmlega þau!”
“Frábært,” segir búðareigandinn, “ég hélt að við myndum aldrei losna við þau. En hvað kom fyrir hendina á þér?”
“Ó, rétt eftir að ég seldi gaurnum þau, beit blindrahundurinn hans mig…”
geðveikt Nasty