Hjónakornin Jón og Gunna vöknuðu um miðja nótt við það að það var verið að banka á hurðina þeirra með miklum látum. Gunna skipar manni sínum að fara til dyra, en hann er frekar tregur til þess. Hann fer í glugga rétt hjá hurðinni og spyr þann sem er að banka
“Hvað í andskotanum viltu hingað klukkan 3 um nótt?”
“Ég er í smá vandræðum hérna, geturðu ýtt mér?”
Jón var ekki alveg tilbúinn til þess en Gunna skipaði honum að hjálpa vesalings manninum. Jón fer út og segir við manninn: “Jæja þá, ég skal ýta þér”
Maðurinn hleypur af stað að rólu í garði Jóns og Gunnu og kallar “Ýta mér, ýta mér!”