Forstjóri dagatalafyrirtækisins kom öskureiður inn á skrifstofur starfsmanna sinna og öskraði yfir hópinn:Hver setti upp þetta fáránlega slagorð?Hvernig dettur ykkur í hug að við getum auglýst: Kaupið dagatölin okkar og dagar ykkar verða taldir!!!!!
Cindy Crawford, Bill Gates og Saddam Hussein voru úti að labba saman og voru öll svo hamingjusöm.Fyrst sagði Cindy:Ég er fallegasta kona í heimi.Bill Gates var mjög ánægður líka og sagði:Ég er ríkasti maður í heimi.Saddam Hussein var líka mjög ánægður og sagði: Ég er mest hataðasti maður í heimi.
Svo sagði Cindy:Ég á töfraspegil, við skulum gá hvort þetta sé rétt hjá okkur.Saddam og Bill Gates leist vel á það.Fyrst fór Cindy inn og kom 2 mín. seinna út og sagði:Það var rétt,ég er fallegust í heimi.Svo fór Bill Gates inn og 1 mín. seinna kom hann himinlifandi út og sagði að hann væri ríkasti maður í heimi.
Svo fór Saddam Hussein inn.10 mín. og ekkertt gerðist.Svo eftir 20 mín. kom hann sorgmæddur út og sagði:Hver í helvítinu er David Beckham?
Gamall og góður poolarabrandari, hér kemur annar:
Alex Ferguson var að koma til himna og lykla Pétur hleypti honum til sjálfs Guðs til að sýna honum húsið sitt:Þeir löbbuðu og komu að 2 húsum, einum litlum og ljótum kofa og einu risahúsi öllu út í Liverpool merkjum og treflum og fánbum.Fergusopn var ekki sáttur við þetta og spurði:Hvers vegna fær Gerard Houllier svona glæsihöll en ég bara svona drasl kofa?Guð sagði: Óóóó, þetta er ekki húsið hans Houlliers, þetta er mitt!!!
3 konur komu til himna og þurftu að svara einni spurningu sem var svona: Hefurðu alltaf verið bara með einum karlmanni?Fyrsta svaraði: Ég hef bara verið með einum karlmanni og gerði það ekki fyrr en á brúðkaupsnóttina og hélt aldrei framhjá.Ágætt, sagði LyklaPétur, færðu henni gullna lykilinn.Svo spurði hann næstu.Hún sagðist hafa verið hreyn mey þangað til hún giftist en einu sinni haldið framhjá og séð mjög eftir því:Ágætt, sagði Lykla Pétur, færðu henni…. silfurlykilinn.Svo spurði hann 3 konuna.Hún sagði:Nei, ég var óþekk stelpa, ég var alltaf að flakka á milli manna og þegar ég giftist þá gat ég ekki verið bara með manni mínum.Ágætt, sagði Lykla Pétur, færðu henni……. herbergislykilinn minn!
Nóg í bili!
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.