Aldraður bóndi af Ströndum og kona hans komu í fyrsta sinn til Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum síðan. Þau fengu son sinn, sem er veraldarvanur til að sýna þeim borgina og hann fór fyrst með foreldra sína í Perluna. Hakan á þeim gamla féll ofan í bringu oft og einatt í ferðinni svo undrandi var hann á mörgu sem fyrir augu bar sem ekki var að finna í sveitinni. Sérstaklega vakti þó athygli þeirra í Perlunni tveir glansandi silfurlitaðir veggir sem ýmist opnuðust eða lokuðust.
Móðirin spurði: „Hvað er þetta eiginlega, pabbi?“ Faðirinn, sem hafði aldrei séð lyftu fyrr á ævinni svaraði: „Elskan, ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt á ævinni og ég veit hreinlega ekki hvað þetta er.“
Meðan hjónin stóðu hugfangin fyrir framan veggina með undrunarsvip á andlitinu bar þar að þéttholda konu í hjólastól sem ók að hreyfanlegu veggjunum og þrýsti þar á hnapp. Veggirnir opnuðust og konan í hjólastólnum fór inn í lítið rými. Síðan lokuðust veggirnir og Strandahjón horfðu á litla hringlaga hnappa með tölustöfum sem blikkuðu með reglulegu millibili. Þau fylgdust með þessu uns efstu tölunni var náð og þá fóru ljósin að blikka í öfugri röð. Að lokum opnuðust veggirnir og út gekk glæsileg ljóshærð kona á þrítugsaldri.
Faðirinn sem starði dolfallinn á ungu konuna hnippti í soninn og hvíslaði í eyra hans: „Farðu með hana mömmu þína inn í þetta herbergi.“
—————————-
Óla fur kom á veitingahús, settist niður og kallar á þjóninn og segir við hann: „Ég ætla að fá nautasteik.“ Þjónninn svarar: „Með ánægju.“ Ólafur svarar á móti: „Nei, með kartöflum.“