Hér á eftir eru nokkrar spurningar og svör við þeim vegna námskeið fyrir ökumenn sem voru komnir með of marga refsipunkta. Þetta ku hafa lekið frá Umferðarráði eða lögreglunni.
Sp: Stöðvar þú bifreiðina þegar þú kemur að gangbraut og blindur maður er að fara yfir götuna?
Sv: Til hvers? Hann getur ekki séð bílnúmerið.
Sp: Hvað öryggisatriði er mikilvægast að hafa í huga þegar þú bakkar?
Sv: Alltaf að nota smokk.
Sp: Hvað gerir þú þegar ekið er í svarta þoku og hvaða búnað notarðu?
Sv: Nota bílinn að sjálfsögðu.
Sp: Hvað er best að gera til að draga úr slysum?
Sv: Þykjast ekki finna bíllyklana.
Sp: Hvernig myndi daglegt líf þitt breytast ef þú getur ekki lengur ekið löglega?
Sv: Ég yrði að aka ólöglega.
Sp: Hver er munurinn á rauða og gula umferðarljósinu?
Sv: Liturinn.
____________________________
Helgarfe rðir Íslendingar til erlendra stórborga eru vinsælar og menn gera sér þar eitt og annað til skemmtunar. Þessi var sögð eftir eina slíka helgarferð.
Maður nokkur hafði farið með nokkrum vinum sínum út á bar á meðan vinkonurnar fóru í verslanir. Þegar konan kom heim á hótel var maðurinn ekki kominn og reyndar kom hann ekki fyrr en undir morgun og þá vel drukkinn.
„Hvar hefurðu verið,“ spurði konan. „Við vorum á mjög skemmtilegum bar í allt kvöld sem heitir Gullni Barinn, þar er allt úr gulli eða gullhúðað.” „Kjaftæði,“ segir konan, „þú ert bara að ljúga, það er enginn svona staður til.”
„Þessi staður er víst til, þeir eru með gulldyr, gullgólf, jafnvel þvagskálarnar eru úr gulli“ sagði maðurinn. „Já, og ég er með kort frá staðnum, sjáðu þarna er símanúmerið.”
Konan trúði manninum ekki svo það endaði með því að hún hringdi í Gullna Barinn og þegar svarað var í símann spurði hún.
„Er þetta Gullni Barinn?“
„Já,” er svarað.
„Eruð þið með gullhúðað gólf og gullnar dyr?“
„Já.”
„Eruð þið með þvagskálar úr gulli?
„Bíddu aðeins,“ var sagt, „hver er þetta?”
Konan sagði til sín, maðurinn á barnum biður hana að bíða og hún heyrir hann kalla, „Jói, ég var að komast að því hver meig í saxófóninn þinn."