Unga fólkið í kringum okkur er stöðugt að slá sér saman og prófa hvort annað með lengra samband í huga. Einn ungur maður hér í nágreninu var farinn að vera með fínni dömu og það kom að því að hún bauð honum heim til foreldrana.
Pilturinn var nokkuð taugaóstyrkur og þegar hann mætti heim til vinkonunnar var hann orðinn all stressaður. Það bætti ekki úr skák að um leið og hann gekk inn í húsið fann hann að gasmyndun var komin á fullt í þörmunum og það var nú ekki til að draga úr stressin. Hann var reyndar orðinn svo stressaður að hann þorði ekki annað en að halda loftinu inni.
Pilturinn var drifinn inn í stofu þar sem öll fjölskyldan stóð í hóp og vildi ræða við hann. Pilturinn þorði ekki að fara strax á salernið svo hann lét smá prump detta út þegar hann réði ekki lengur við þrýstinginn. Um leið og smellurinn kom kallað húsmóðirin upp: „Snati,“ og benti á hundinn þar sem hann lá við fætur gestsins. Piltinum létti mikið að heyra þetta og fljótt missti hann annað prump út. Konan kallað aftur upp: „Snati,” og benti enn á hundinn. Pilturinn sá fram á langar samræður og enn þorði hann ekki á salernið svo hann hugsað með sér: Fyrst hundinum er kennt um þetta er best að ég leyfi þessu að gossa og lét stóra prumpið koma. Konan kallaði strax á hundinn: „Snati, andskotastu frá stráknum áður en hann drullar á þig.“
__________________________________
Kona kom inn á dagblað til að setja dánartilkynningu í blaðið. Hún spurði mikið um verð á auglýsingum og fékk að vita að verðið færi eftir því hversu marga centímetra þyrfti undir auglýsinguna. Konan skrifaði strax á blað: „Ólafur Ólafsson dó í gær.” Afgreiðslustúlkan útskýrði fyrir konunni að í auglýsingunni þyrfti að vera svolítið meiri upplýsingar, tvær línur séu alveg lágmark. Konan tók við blaðinu og endurritaði auglýsinguna: „Ólafur Ólafsson, Kambsvegi 27 dó í gær, á sama stað er til sölu rauð Toyota Corolla, sentimetra. 93. Upplýsingar í s. xxx-xxxx.“
________________________________________ ___
Jóhann læknir sagði af því þegar hann var í verklegri líffræði í Háskólanum hafi einn prófessorinn sett hópinn hans í próf sem hann muni líklega aldrei gleyma.
Prófessorinn sagði í upphafi tímans að hann ætlaði að fjalla um eftirtekt, svo tók hann fram glas og sagði að í því væri þvag. Síðan sagði hann: „Góður læknir þurfi að vera athugull á lit, lykt, útlit og bragð.” Næst opnaði prófessorinn glasið stakk fingri í það og setti svo fingurinn í munninn og saug. Það fór greinilega um alla í hópnum en þau héldu ró sinni. Svo lét prófessorinn krukkuna ganga og læknanemarnir þorðu ekki annað en að smakka á þvaginu. Þegar krukkan var búin að ganga hringinn sagði prófessorinn við hópinn: „Þið eru greinilega óhrædd við að kanna bragð, en athygli ykkar er ekki í lagi. Ef þið hefðuð fylgst með hefðuð þið séð að ég stakk löngutöng í glasið en sleikti baugfingur."