Lítil gömul kona kom í Hagkaup og setti 2 dósir af dýrasta kattarmatnum sem til var í innkaupakörfuna. Síðan fór hún að kassanum til að borga og sagði við kassadömuna “ekkert nema það besta handa litla kettlingnum mínum”. Kassadaman sagði þá “því miður get ég ekki selt þér kattarmat nema að þú getir sannað það að þú eigir kettling, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir kattarmat til að borða sjálft, verslunarstjórinn vill fá sönnun þess að þú eigir kött.”
Litla gamla konan fór heim og náði í kettlinginn sinn og sýndi kassadömunni og fékk þá kattarmatinn keyptan.

Næsta dag fór litla gamla konan aftur í Hagkaup og í þetta skiptið setti hún pakka af hundakexi í innkaupakörfuna, sem hún ætlaði að gefa hundinum sínum yfir Jólin. Kassadaman sagði þá “því miður get ég ekki selt þér hundakex nema að þú getir sannað það að þú eigir hund, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir hundakex til að borða sjálft, verslunarstjórinn vill fá sönnun þess að þú eigir hund.”

Vonsvikinn og svekkt fór litla gamla konan heim og náði í hundinn sinn og sýndi kassadömunni og fékk þá hundakexið keypt.

Daginn eftir kom litla gamla konan aftur í Hagkaup og hélt á dollu sem var með gati á lokinu. Litla gamla konan bað kassadömuna að stinga puttanum í gatið, “nei ég geri það ekki því þú gætir verið með snák í dollunni.” Litla gamla konan fullvissaði kassadömuna um að svo væri ekki. Þá stakk kassadaman puttanum í gatið á dollunni og tók hann út og sagði við litlu gömlu konuna “þetta lyktar eins og mannaskítur.”

Litla gamla konan brosti út að eyrum og spurði, “vina mín get ég núna fengið að kaupa nokkrar klósettrúllur?”