Ljóskugrín
Dag einn var maður að slá grasið úti í garðinum sínum þegar fallega ljóskan sem býr í húsinu við hliðina kemur út, opnar póstkassan, lokar honum um leið og fer inn í húsið. Skömmu seinna kemur hún aftur út, opnar póstkassann og skellir lokinu strax aftur og æðir inn í húsið. Ekki líður að löngu þar til hún kemur aftur út, stormar að póstkassanum, rykkir upp lokinu og skellur því strax aftur svo fast að póstkassinn brotnar næstum því. Maðurinn er undrandi og spyr hana: “Er ekki allt í lagi?” Hún svarar: “Í lagi?! Nei, það er sko ekki allt í lagi! Þessi heimska tölva mín er alltaf að segja: You´ve got mail!”