Brandari 1.
-
Það var maður sem var í eiðimörk allveg að deyja úr þorsta, þegar hann sá alltíeinu eitthvað, bara nokkra metra í burtu, hann flýtti sér að því, það var gamall maður með sölubás.
Maðurinn spurði þann gamla hvort að hann gæti fengið vatn, þá sagði gamli maðurinn “Ég er ekki með vatn en ég er með Bindi” Þá öskraði maðurinn “ÉG VILL EKKERT HELVÍTIS BINDI ÉG VILL VATN!!!”
Þá sagði sá gamli “okey, það er matsölu staður í norður labbaðu 5 mílur”, Maðurinn þakkaði þá gamla manninum og labbaði í burtu í Norður.. Þremur klst. kom maðurinn aftur til gamla mannsins. Þá Sagði sá gamli “Ég sagði 5 mílur Norður fannstu þetta ekki?”
“Jú” sagði Maðurinn “þetta er svo fínn staður að ég mátti ekki fara inn ánþess að vera með bindi”

Brandari 2.
-
Ljóska kom á bókasafn, labbaði beint að bókasafnsverðinum og sagði, “mig
langar að bera fram kvörtun!”
“Nú, yfir hverju.” Sagði bókasafnsvörðurinn.
“Ég fékk bók hérna í síðustu viku og mig langar bara að vita hvejum dettur
eiginlega í hug að kaupa svona rusl og lána síðan saklausu fólki þetta.”
“Hvað segirðu, hvað var eiginlega að bókinni?” “Það voru allt, allt of
margar persónur, maður gat aldrei kynnst þeim og síðan var gjörsamlega
enginn söguþráður.”
Bókasafnsvörðurinn kinkaði kolli skilningsríkur og sagði, “Ah, þú hlýtur að
vera manneskjan sem tók símaskrána okkar.”


—… toll1