Þrír Hafnfirðingar voru að í byggingarvinnu og áttu að vera að grafa húsgrunn. Eftir nokkra klukkutíma kom verkstjórinn og varð hissa þegar hann sá að einn mannanna stóð ofan í grunninum og gróf í ákafa, en hinir tveir stóðu grafkyrrir, héldu skóflunum á loft og sögðust vera ljósastaurar. Verkstjórinn rak þá báða á stundinni og sagði þeim að hypja sig heim. En maðurinn niðri í grunninum bjó sig einnig til heimferðar.
,,Þetta er allt í lagi,\“ sagði verkstjórinn. ,,Ég rak þig ekki. Þú vannst verk þitt vel og skalt halda þvíáfram.\”
,,Hvernig,\“ spurði Hafnfirðingurinn, ,, á ég að geta haldið áfram að vinna í myrkrinu?\”

——————————————————————-

Tveir Hafnfirðingar ræða smíðar.
,,Eitt skil ég ekki,\“ segir annar, ,,hvernig veit maður hvenær á að nota nagla og hvenær skrúfu?\”
,,Það er einfalt svarar hinn.,,Ef þú notar skrúfu og spýtan klofnar, þá veistu að það hefði verið betra að nota nagla.\“

——————————————————————-

,,Mamma, mamma! Óli litli át pöddu sem hann fann á gólfinu. En það er allt í lagi, ég lét hann éta skordýraeitur.\”

——————————————————————-

Breti, Frakki og Íslendingur ræða saman. Englendingurinn byrjar: ,,Tungumál okkar er erfiðast. Við segjum, \“kolor\” en skrifum ,,colour\“.\”
,,Hvaða della segir Frakkinn. ,,Franskan er mun flóknari. Við segjum \“bonsjúr\” en skrifum ,,bonjour\“.\”
Íslendingurinn veifar hendinni og segir:,,Það er nú ekkert. Við segjum ,,kvasseiru\“ en skrifum \”hvað segirðu\“.

——————————————————————-

,,Hvernig þekkir maður íslendinga úr í himaríki?\”
,,Enginn vandi.Það eru þeir sem segja við Lykla-Pétur, um leið og þeir eru komnir inn fyrir Gullna hliðið:,,Get ég borgað hörpuna með Visa?\“

——————————————————————-

Skilti í glugga á ferðastofu:
,,Farið burt!\”

—————————————— ————————-

Ferðastofan auglýsti ferðina undir slagorðinu:,,Ferðist núna-borgið seinna\", og hann lék á þá. Hann fór í ferðina og kom aldrei aftur.
=F