Einu sinni seint um kvöld var maður að keyra á fáförnum sveitaveita þegar bílinn hans bilaði. Það eina sem var í göngufæri var gamalt munkaklaustur. Maður fór þangað og bað munk um aðstoð. Munkarnir gáfu honum mat og leyfðu honum að gista og gerðu meira að segja við bílinn fyrir hann. Þegar maðurinn var kominn upp í rúm heyrði hann skrýtið hljóð. Um morguninn spurði hann munkinn hvaða hljóð þetta hefði verið sem hann hefði heyrt. Munkurinn sagði honum að því miður gæti hann ekki sagt honum það, því að aðeins munkarnir máttu vita hvaða hljóð þetta var. Maðurinn sætti sig við það og fór. Nokkrum árum seinna bilaði bíll mannsins aftur á sama stað. Hann fór því aftur í klaustrið og þar fékk hann mat og gistingu og munkarnir gerðu við bílinn. Um nóttina heyrði hann aftur þetta skrýtna hljóð. Næsta dag spurði hann munkinn hvort hann mætti ekki fá að vita núna hvaða hljóð þetta er. Munkurinn neitaði aftur og maðurinn spurði þá hvað hann þyrfti að gera til að verða munkur og fá þá að vita sannleikann um hljóðið. Munkurinn sagði honum að hann þyrfti að ferðast um heiminn og telja öll grasstrá á jörðinni og öll sandkornin. Maðurinn lagði þá af stað og 45 árum síðar kom hann til baka í klaustrið. Munkurinn spurði hann hvað það væru mörg grasstrá og sandkorn á jörðinni. Maðurinn sagði að það væru 14,580,369,186,668,314 grasstrá og 8,156,948,302,057,981,346,908 sandkorn í heiminum. \“Til hamingu! Nú ert þú orðinn munkur\” sagði munkurinn við manninn. Maðurinn spurði þá hvort hann mætti ekki fá að vita hvaða hljóð þetta er. Jú, það mátti hann. Munkurinn sagði honum að opna hurðina sem væri fyrir framan þá og þá kæmist hann að því. Maðurinn tók því í hurðarhúninn á tré hurðinni og sneri honum en hurðin var læst. Munkurinn lét hann þá fá lykill og þegar hann lauk upp hurðinni sá hann aðra hurð úr steini fyrir innan. Munkurinn lét hann fá lykil að þeirri hurð og fyrir innan hana var járnhurð. Maðurinn fékk lykil og opnaði hana og sá þá aðra hurð úr rúbínum fyrir innan hana. Þannig hélt þetta áfram og maðurinn opnaði hurðir úr saffírum, smarögðum, demöntum, silfri og á endanum gullhurð. Þegar hann opnaði hana var engin önnur hurð bak við hana og hann var furðu lostinn þegar hann sá hvaðan hljóðið kom.
En ég get ekki sagt þér það því ÞÚ ERT EKKI MUNKUR!!!