Það er alveg merkilegt hvað svona barnabrandarar, sem litlir krakkar finna upp, lifa lengi. Litli bróðir minn er að koma með sömu brandarana og ég sagði þegar ég var minni, og þá sömu og mamma og pabbi minn lærðu þegar þau voru lítil. Enginn(nema sá sem gerði brandarana) veit nákvæmlega hvenær þeir voru búnir til! SUMIR, samt ekki nærri allir, gætu hafa verið til í 40 ár, og varla breyst! Hérna koma tveir sem að ég, allavegana lærði þegar ég var minni…
Tómatabrandarinn(Þessi sem allir kunna):
Einu sinni voru tveir tómatar að labba yfir götu. Þá kom stór bíll og keyrði yfir annan tómatinn. Þá sagði hinn. Komdu hérna tómatssósan þín! (hehehehehehe….fyndið)
Þegiðu og hvað:
Einu sinni voru tveir kallar sem hétu Þegiðu og Hvað. Eitt sinn datt Hvað út um gluggann. Þá hringdi Þegiðu í lögregluna og lögregluþjónn svaraði. Þegiðu sagði: Hvað datt út um gluggan! Lögregluþjónninn: Ég veit það ekki!
Þegiðu: En Hvað datt út um gluggann!
Lögregluþjónninn: Ég var að segja þér það! Ég hef ekki hugmynd um hvað datt út um gluggann! Hættu að gera at í okkur! Hvað heitir þú svo?
Þegiðu: Þegiðu!