Afhverju gengurðu við hækjur? Ég datt á skíðum.Og þarftu að ganga við hækjur? Nei, segir læknirinn, jú segir lögfræðingurinn!


——————————————————————————–
Litla stúlkan var að læra heima og kom að spurningu sem hún fann ekki svarið við. Hún gekk til pabba síns og spurði: Pabbi, hvar eru Himalaya fjöllin? Faðirinn lét dagblaðið síga og svaraði: Þú skalt spyrja mömmu þína, hún ræður öllu á þessu heimili!
——————————————————————————–
Hvað gerist ef hæna gleypir Jójó?

- Hún verpir sama egginu þrisvar!


————————————————————– ——————
Það kom stelpa til rakara. Síðan sest hún í stólinn og missti þá karamellu í gólfið. Þá spyr rakarinn: ,,Er hár á henni?“

,,Nei,” segir stelpan: ,,ég er bara tólf ára!!!“


——————————————————————————–
Vitið þið af hverju rollur í Afríku eru allar RAUÐAR á litinn?

- Því að fílarnir nota þær sem túrtappa!


——————————————————————————–
Vitið þið af hverju húðin á fílum er svona þurr og hrukkótt?

- Ærnar eru svo rakadrægar!

Stóra systir spyr þá litlu:
” Ertu nokkuð að kíkja á skráargatið þegar ég er ein með kærastanum mínum? “
” Stundum, en ég kemst bara svo sjaldan að fyrir mömmu og pabba".


——————————————————————————–
Maður einn kom móður og másandi inn á bensínstöð og spurði
Hvað geta mörgæsir orðið stórar?
Svona sirka meter. Svaraði afgreislumaðurinn.
Almáttugur, þá hef ég keyrt yfir nunnu.
——————————————————————————–
Hann kallaði mig flóðhest, hvað á ég að gera? Ekki spyrja mig, ég veit ekki hvað flóðhestar gera.
——————————————————————————–
Þúsund milljón flugur geta ekki haft rangt fyrir sér. Hrossaskítur er góður.
———————————————————————- ———-
Hann: Er þetta sæti laust?
Hún: Já, og þetta verður það líka ef þú sest niður.
——————————————————————————–
Hann: Heim til mín eða þín?
Hún: Bæði, þú ferð heim til þín og ég heim til mín.
—————————————————————————- —-
Heyrt í íþróttahúsinu: Ef Guð hefði vilja að ég snerti á mér tærnar þá hefði hann sett þær á hnén á mér.
uhh ha?