Brandari
Jón: Þú kemur seint. Ég er búinn að bíða eftir þér lengi.
Gunni: Ég veit það. Ég tafðist af því að löggan stoppaði mig á bílnum mínum.
Jón: Nú, hvað Hafðir þú gert?
Gunni: Ekkert. Hann sagði að ég hefði keyrt á 100 km. hraða á klukkustund. -Það gat ekki verið, ég var ekki búinn að keyra í klukkustund …. Svo vildi löggan sjá ökuskítenið mitt.
Jón: Og gastu ekki sýnt honum það?
Konni: Jú, jú, ég sagði að ég væri með það í veskinu. Þá sagði hann: Nú, fyrst þú ert með það þarf ég ekki að sjá það - en ef þú hefðir ekki verið með það hefði ég þurft að sjá það….Svo var hann með einhverjar dylgjur um ða ég hefði stolið bínum.
Baldur: Hvernig komst þú að því?
Konni: Ég sagði bara að bíllinn hefði staðið fyrir utan kirkjugarðinn, og þessvegna hefi ég haldið að eigandinn væri dauður….Mér finnst svaka gaman að keyra bíl, maður rekst á svo margt skemmtilegt fólk….
Baldur: Númer hvað er bíllinn þinn?
Konni: Korter yfir tólf.
Baldur: Korter fyrir tólf?????
Konni: Já tólf fimmtán….
Baldur: Hvaða sort er bíllinn þinn og hve margra manna?
Konni: Ég held FIAT. Þú veist hvað FIAT þýðir. Félag íslenskra atvinnutrúða…. Bíllinn minn er 5 manna. Einn stýrir, en fjórir ýta….Hann er svo gamall að það eina sem heldur honum saman er málningin….Svo verð ég að nota sveif til að setja hann í gang.
Baldur: Er það ekki erfitt?
Konni: Jæja, þegar ég nota sveifina til að setja í gang, þá stendur hún kjur, en bíllinn snýst í hring….
Baldur: Þú átt að hugsa vel um bílinn þinn.
Konni: Það geri ég. Þvæ honum öllum. Ég þvæ gluggana að innan, svo ég geti horft út - en ekki að utan, svo enginn geti horft inn….En heyrðu, ég er þyrstur.
Baldur: Ég skal ná í vatn handa þér.
Konni: Ég sagði þyrstur. Ekki skítugur….Ég vil fá Wisky með sóda.
Baldur: Wisky og soda?
Konni: Nei ég sagði Wisky með sóda.
Baldur: Er það ekki það sama?
Konni: Nei, heldur þú t.d.að kona og barn sé það sama og kona með barni….
Baldur: Veistu Konni, áfengi er seindrepandi eitur.
Konni: Það er allt í lagi, mér liggur ekkert á….
Baldur: Ég hef enga samúð með manni sem er fullur á hverju kvöldi.
Konni: Maður sem er fullur á hverju kvöldi marf ekki samúð….
Baldur: Læknar segja að það stytti líf mann að drekka áfengi.
Konni: Það er skrítið, ég hef séð miklu fleiri gamlar fyllibyttur en gamla lækna….
Baldur: Heima hjá mér kemur aldrei dropi af víni á borð.
Konni: Ég er líka voða varkár þegar ég helli….
Baldur: Veistu það, að jafnvel dýrin vita að það er óhollt að drekka vín. Ef þú settir fötu af vatni og fötu af brennivíni fyrir framan asna, hvort heldurðu að hann mydni drekka?
Konni: Vatnið - það er af því að hann er asni….Jæja, ég vil ekki fá stöðumælasekt. Bless.