Þegar það er einungis ein önnur manneskja í lyftunni fyrir utan þig skaltu pikka í öxlina á henni og láta sem þú hafir ekki gert það.
Ýttu á takkana og láttu sem þú fáir raflost. brostu og gerðu það aftur.
Spurðu hvort þú eigir að ýta á takkana fyrir aðra og ýttu svo á vitlausa takka.
Hringdu í sálarrannsóknafélagið úr gemsanum þínum og spurðu hvort þeir viti hvaða hæð þú ert á.
Haltu hurðinni opinni og segðu að þú sért að bíða eftir vini þínum, eftir smástund skaltu leyfa hurðinni að lokast og segja : Blessaður Nonni, hvernig hefurðu það?
Misstu penna á gólfið og bíddu þar til einhver tekur hann upp og öskraðu þá : Ég á hann!
Taktu með þér myndavél og taktu myndir af öllum sem koma í lyftuna.
Settu skrifborðið þitt inn í lyftuna og spurðu alla sem koma inn hvort þeir eigi pantaðan tíma.
Taktu með þér taflborð og spurðu alla sem koma inn hvort þeir vilji tefla.
Settu kassa í eitt hornið og spurðu alla sem koma inn hvort þeir heyri tikk-takk úr honum.
Láttu sem þú sért flugfreyja og farðu yfir öryggisráðstafanir og neyðarútganga með farþaegum.
Spurðu : Fannstu fyrir þessu?
Stattu mjög nálægt einhverjum og þefaðu vel af viðkomandi.
Þegar dyrnar lokast skaltu segja: Þetta er allt í lagi, verið bara róleg, þær opnast aftur.
Sláðu flugur sem ekki eru til.
Segðu fólki að þú sjáir áruna þeirra.
Kallaðu hátt : Jósep segir hiksta og gerðu þér upp hiksta.
Grettu þig, sláðu í ennið á þér og muldraðu : Þegiði, Þegiði allir!
Opnaðu töskuna þína og á meðan þú þreifar ofan í hana skaltu segja: Er ekki örugglega nóg súrefni þarna niðri.
Vertu með handbrúðu á annari höndinni og notaðu hana til að tala við viðstadda .
Hlustaðu lyftuveggina með hlustunarpípu.
Líktu eftir hljóði í sprengingu í hvert skipti sem einhver styður á takkana í lyftunni.
Starðu með hreykinn á einhvern og tilkynntu svo stoltur að þú sért í nýjum sokkum.
Teiknaðu lítinn hring á gólfið í lyftunni og tilkynntu svo viðstöddum að þetta sé þitt persónulega svæði.
Skemmtu þér svo vel næst þegar þú ferð í lyftu!
uhh ha?