Tveir hundar sitja á biðstofu dýralæknisins og taka tal saman. Annar þeirra er ákaflega sorgmæddur og hinn spyr af hverju:

“Eigandi minn var alltaf að berja mig. Einn daginn ákvað ég að svara fyrir mig og beit kvikindið. Nú er ég að fara í svæfingu.”

Það verður smá þögn áður en hann spyr hinn hvað hann sé að gera.

“Tja, sérðu gelluna þarna?”

“Já,” segir hinn.

“Hún er sko eigandi minn. Og í gær, þá var hún að setja mat í dallinn minn og beygði sig fram, nýkomin úr sturtu, í engu nema handklæði. Ég bara stóðst ekki mátið og stökk á hana aftan frá.”

“Úff, svo þú verður líklega svæfður á eftir mér?”

“Nei,” segir hinn. “Ég er kominn til að láta snyrta á mér klærnar. Svo ætlum við að athuga hvort að það sé ekki hægt að gera eitthvað varðandi andfýluna.”
Hvaða Helvítisson