Fyllirí
Íri var á bar og sat að sumbli. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum datt
hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurð. Þar reyndi hann
að standa upp og aftur datt hann. Hann skreið út og ákvað að skríða þessa 600 metra heim til sín. Þar
reyndi hann enn eina ferðina að standa upp og enn sama sagan hann datt. Hann skreið upp stigana og
skreið svo upp í svefnherbergi og datt beint á andlitið í hjónarúmið og sofnaði. Morguninn eftir vaknaði hann
við að konan hans öskraði: „Ómar varst á fylliríi eina ferðina enn.“ Já, sagði hann. „Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur.”