Árekstur
Dag einn lentu maður og kona í árekstri. Báðir bílarnir voru í klessu en þótt ótrúlegt megi virðast voru maðurinn og konan heil og húfi og náðu að klifra út úr bílunum. Konan sagði við manninn: “Þetta er ótrúlegt! Báðir bílarnir eru ónýtir en það er í lagi með okkur! Þetta hlýtur að vera tákn frá Guði um að við séum sálufélagar og við eigum eftir lifa hamingjusöm til æviloka.” Maðurinn varð mjög glaður og var alveg sammála henni. Svo sagði konan: ” Sjáðu! Þessi vínflaska var í bílnum og hún er óbrotin! Þetta hlýtur að vera tákn frá Guði að við skulum fagna og drekka vínið.” Svo rétti konan manninum vínið og hann drakk. Þegar hann var búin með hálfa flöskuna rétti hann flöskuna til baka en konan setti tappann í. Maðurinn var hissa spurði hvort hún ætlaði ekki að drekka neitt. Þá sagði konan: “Ég held ég bíði fyrst eftir lögreglunni.”