Hjúkrunarkona á geðveikrahæli kom inn í stofuna til Jónasar og sá að hann
var að þykjast aka bifreið. Hjúkrunarkonan spurði hann „Hvað ertu að gera
Jónas minn?“

Jónas svaraði „Ég er að keyra til Akureyrar!“ Hjúkkan óskaði honum góðrar
ferðar og fór áfram sinn veg.

Daginn eftir kom hjúkrunarkonan aftur inn í herbergið til Jónasar og þar var
hann að hætta að þykjast aka. Hún spurði hann „Jæja Jónas minn, hvernig
gengur hjá þér?“

„Ég er nýkominn til Akureyrar,“ sagði Jónas.

„Frábært,“ sagði hjúkkan. Síðan fór hún út úr herberginu hans Jónasar og
yfir ganginn til Guðmundar. Þar kom hún að, þar sem Guðmundur fróaði sér af
lífs og sálar kröftum.

„Guðmundur! Hvað ertu að gera?!“

Guðmundur sagði „Ég er að ríða konunni hans Jónasar á meðan hann er á
Akureyri!“