Tveir góðir
vinur minn sendi mér þessa í pósti og ég varð að sína ykkur þá :)
Hópur kvenna var að spila golf sólríkan laugardagsmorgun. Eftir teighögg frá einni
þeirra sjá þær sér til skelfingar að kúlan stefnir beint á hóp manna sem eru að leika
á næstu braut.
Kúlan hittir einn mannanna og hann felur þegar báðar hendur í skaut sér, fellur
til jarðar og veltur þar um sárþjáður. Konan þýtur þegar í stað til mannsins og biður
hann margfaldlega afsökunar.
“Leyfðu mér að hjálpa þér.” segir hún síðan. “Ég er sjúkraþjálfari og ég veit að ég get
linað sársaukann ef þú leyfir mér það” segir hún í einlægni.
“Ummph, óóóh nneiii, það verður allt í lagi með mig. Ég verð kominn í lag eftir
nokkrar mínútur.” svarar maðurinn andstuttur, ennþá í hnipri og með lúkurnar í klofinu á sér.
En konan er ákveðinn og að lokum fellst hann á að leyfa henni að hjálpa sér.
Hún tekur blíðlega í hendur hans og setur niður með sinn hvorri síðu
hans, losar um buxurnar og smeygir hendinni inn fyrir og byrjar að nudda hann.
Síðan spyr hún hvernig honum finnist þetta.
Hann svarar, “Þetta er frábært, en mér er enn jafn djöfulli illt í
þumalputtanum!”
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
Eiginmaðurinn hafði legið meira og minna í dái í nokkra mánuði fársjúkur en
af og til komist til rænu. Eiginkonan var við sjúkrabeð mannsins upp á hvern
einasta dag.
Dag einn þegar eiginmaðurinn komst til meðvitundar um stund gaf hann konu
sinni bendingu um að koma nær sér. Og þegar hún hafði sest hjá honum
hvíslaði hann að henni tárvotum augum: Veistu hvað?
Nei, hvað er það væni minn?
Þú hefur gengið gegnum öll erfiðleikatímabil lífs míns með mér…
Þegar ég var rekinn varstu til staðar að styðja mig…
Þegar atvinnureksturinn misheppnaðist varstu stoð mín og stytta…
Þegar var skotið á mig varstu við hliðina á mér ….
Þegar við töpuðum húsinu varstu á þínum stað og
þegar heilsan fór að bila varstu enn við hlið mér….
Veistu hvað?
Nei hvað, kæri minn, sagði hún brosandi um leið og hún fann hjarta sitt
fyllast hlýju.
“Ég held þú færir mér ógæfu…”