Ég var að fara norður á Akureyri um daginn, en þegar ég kom í
Hrútafjörðinn varð ég að stoppa í Staðarskála og fara á klóið.
Ég fór á básinn og setti mig í stellingar á setunni. Allveg um það
leiti
sem aðgerð var hefjast heyri ég sagt í básnum við liðina “Hæ, hvernig
gengur?”
Ég er nú ekki þessi týpa að hefja samræður við ókunnuga á klósetti í
veitingahúsi um það leiti sem ég er að hefja rembingin. En ég vissi
ekki
hvernig ég átti að taka þessu svo ég svaraði, “Nú svo sem ekki illa”
Þá heyrist úr hinum básnum “Jæja, hvað ertu að stússast?” Var einhver
að
tala um bjánalegar spurningar? Mér var farið að finnast
þetta dálítið þreytandi, en ég svaraði “Ég er á leiðinni norður en varð
að skreppa á klóið.”
Þá heyri ég, “Heyrðu, ég verð að hringja í þig seinna. Í hvert skipti
sem
ég reyni að tala við þig svarar einhver rugludallur hér við hliðina á
mér!”
KV