Prófessor einn fyllti krukku af steinum.

Þegar hann gat ekki sett fleiri steina í krukkuna þá spurði hann nemendur sína: Er krukkan full núna? Já svöruðu allir.

Þá tók prófessorinn fram smærri steina og setti þá varlega í krukkuna. Litlu steinarnir féllu niður á milli stóru steinanna og þegar hann gat ekki látið fleiri steina ofan í - þá spurði hann aftur. Er krukkan full núna? Allir voru sammála að svo væri.

Þá tók prófessorinn fram poka med sandi og hellti honum í krukkuna þar til hún var full og sagði svo: Ímyndið ykkur að þetta sé lífið ykkar.

- Stóru steinarnir eru það sem mestu skiptir í lífinu eins og fjölskylda,vinir, góð heilsa osv frv. - Minni steinarnir eru minna áríðandi hlutir eins og hús, bíll og vinna. - sandurinn er allt mögulegt annað.

Ef þið fyllið krukkuna med sandi er ekki pláss fyrir stóra og litla steina. Það sama gildir fyrir líf ykkar. Ef þið notið allan ykkar tíma og orku i yfirborðskennda og lítið mikilvæga hluti verður ekki pláss fyrir stóra og mikilvæga hluti. Allir í salnum kinkuðu kolli.

Tekur nú prófessorinn upp einn bjór og opnar hann og hellir úr honum yfir krukkuna og bjórinn rennur á milli sands og steina. Hann brosir til hópsins og segir:

Móralinn er að sama hvað skeður í lífi þínu - þá er alltaf pláss fyrir einn bjór!!!!!!!
_____________________