No guts, no glory
Páfagaukur
Einu sinn var kona að skoða í gæludýrabúð og sá stóran og flottan páfagauk sem kostaði bara fimmhundruðkall. Hún spurði afgreiðslumanninn akkuru páfagaukurinn væri svona ódýr. ‘'Hann var í hóruhúsi í nokkur ár og getur verið soldið dónalegur.’' Konan hugsaði að hún gæti nú vanið hann af því og keypti hann. Þegar hún var komin heim setti hún gaukinn upp á borð og gaukurinn leit í kring um sig í smá stund og sagði svo: ‘'Nýtt hóruhús, ný hórumamma.’' Konunni brá en hélt að hún gæti nú vanið hann af þessu. Þá komu dætur hennar tvær heim og þegar gauksi sér þær segir hann: ‘'Nýtt hóruhús, ný hórumamma, nýjar hórur.’' Þeim bregður en halda að þær geti nú vanið hann af þessu. Þá kemur fjölskyldufaðirinn, Kalli, heim og um leið og páfagaukurinn sér hann smellur í honum: ‘'Sæll Kalli!’'