Í morgun gerðum bekkjarbróður okkar skemmtilegan grikk.
Málið er að hann sofnaði í Eðlisfræðitíma. Í frímínútum lét kennarinn hann bara vera inni og sofa. Allt í einu dettur okkur snjallræði í hug.
Við förum inn í stofuna, tökum allar töskurnar út, slökkvum ljósin og stillum klukkuna á veggnum á kl. 4. Svo fáum við gangavörð til þess að fara inn og nöldra í honum hvað klukkan sé mikið og að skólinn sé búinn. Hann hrekkur og við hleypur út. Fyrir utan bíða fullt af krökkum og hlæja að honum. Hann tók þessu ekkert alvarlega enda bara smá létt grín.
Ég mæli eindregið með því að þið prófið þetta á einhverjum sem sofnar í tímum hjá ykkur. Þetta er snilld!
Kv. Daywalke