Ólafur kennir líffræði og hann tekur alltaf góðan tíma í kynfærakaflann enda hafa nemendur meiri áhuga á þeim hluta námsins en öðru. Á dögunum las hann að sæði karlmanna sé u.þ.b. 80% sykur og að sjálfsögðu upplýsti hann nemendur um þessa staðreynd þegar kom að kynfærakaflanum. Ein stúlkan sem venjulega segir ekkert í tímum rétti upp hendi og spurði: „Hvers vegna er þá saltbragð af því?“ og Ólafur svaraði strax: „bragðkirtlarnir eru á tunguoddinum en ekki í kokinu vina mín.“ Stúlkan stóð upp og gekk út eldrauð í framan.