Liðskönnun
Hershöfðingi einn var við reglulega liðskönnun, hann gekk meðfram hermönnum sínum. Gekk hann að einum og sagði honum að rétta fram hendina og sló með montpriki sínu á hana. Hann spurði svo hermanninn hvort þetta hefði verið sárt og hann sagði nei vegna þess að ég er hraustur hermaður. Hershöfðinginn likaði þetta vel og hélt áfram þar til hann sá einn með bésefann úti og hugsaði þá sá gamli sér gott til glóðarinnar og sló á hann með priki sínu. Hann spurði svo hermanninn hvort þetta hefði verið sárt og hann svaraði, nei vegna þess að ég er hraustur hermaður. Undraðist hershöfðinginn þetta og sló aftur en fastar. En svaraði hermaðurinn, nei því ég er hraustur hermaður. Þá tók hershöfðinginn sig til og sló svo fast að prikið brotnaði og sagði svo, þetta hlýtur að hafa verið sárt. Hermaður svaraði af bragði, nei því eg er hraustur hermaður og þetta er delinn á manninum fyrir aftan mig;)