Einu sinni fóru tveir kunningjar, Arnór og Baldur (ath.: nöfn valin af handahófi), í nokkurra daga gönguferð í útlöndum.
Þeir höfðu gegnið í nokkra daga, og voru orðnir nokkuð þreyttir á hvor öðrum. Baldur var til dæmis alltaf að tala um hve æðislegt það væri að þiggja munnmök, en Arnór bara gat ekki hætt að dásama Margréti Thatcher.
Koma þeir þá að lestarteinum sem lágu frá norðri til suðurs, og ákveða að fylgja þeim. Nema þeir geta ómögulega komið sér saman um í hvora áttina skuli fara.
Að lokum segir Arnór: ‘Sko. Ég fer suður, en þú ferð norður, og svo hittumst við aftur hér ekki á morgun heldur hinn. Ókei?“ Baldur fellst á þetta, svo þeir skipta með sér matnum, fara í ’paper-rock-scissors' uppá hver fær tjaldið og svo framvegis.
Svo hittast þeir aftur á áðurnefndum degi og skiptast á sögum:
Baldur: ‘Ég kom að þessum líka æðislega stað, aðeins austur frá teinunum eftir svona hálfs dags göngu. Það var svo rólegt þar, svo kyrrlátt og gott að vera. Sólarlagið var alveg magnað, fuglarnir sungu og allt var svo gott. Það var með herkjum að mér tókst að rífa mig upp og koma hingað aftur.”
Arnór: ’Jáh, það var nú gaman fyrir þig. Ég hitti hins vegar alveg æðislega gellu, þvílíkan líkama hef ég bara aldrei áður séð. Það skipti engum togum, við fórum bara að gera það á staðnum, maður! Við vorum alveg heillengi að, prufuðum ótal stellingar og ég veit ekki hvað og hvað.'
Baldur: ‘Vá ma’r…tottað'ún þig?'
Arnór: ‘Nei, ég fann ekki hausinn.’
All we need is just a little patience.