Mér finnst þessi soldið góður…

Kona á fimmtugsaldri fer til lýtalæknis til að fá sér andlitslyftingu.
Læknirinn segir henni frá splunkunýrri aðgerð sem kallast “Takkinn”.
Hún felist í því að litlum takka sé komið fyrir aftan á höfðinu og honum
megi snúa hvenær sem er til að strekkja á húðinni í andlitinu.
Þegar húðin fer að slakna aftur má svo bara snúa meira.
Með þessu móti geti konur losnað við að koma aftur og aftur í
andlitslyftingu.
Konan vildi ólm fá “Takkann”.
Fimmtán árum síðar kemur konan aftur til læknisins, með tvö vandamál.
Takkinn hefur virkað vel í öll þessi ár.
Í hvert skipti sem mér finnst húðin vera að slakna, sný ég takkanum
og húðin verður slétt og fín.
Nýlega er ég samt komin með poka undir augun sem takkinn virðist
ekki ráða við.
“Þetta eru ekki augnpokar, heldur brjóstin á þér”, segir læknirinn.
“Núúú”, svarar konan, “ég býst við að það skýri hökutoppinn….”