ég átti eitt sinn bók um tyrkjann nasreddinn.
hér er ein sagan (upp úr minni bara)

einnu sinni fór nasreddinn til nágranna síns og fákk lánaðan stóran pott sem hann þurfti. síðan leið nokkur tími þar til hann skilaði honum þegar svo varð nágranninn undrandi við að finna í pottinum annann minni pott. hann spurði nasreddinn hverju þetta sætti en hann sagði honum að potturinn hefði eignast afkvæmi meðan hann var í láni hjá honum og hann gæti ekki annað en látið barnið fylgja með.
nágranninn hirti þá pottinn og undraðist þetta mjög.
svo einhverju seinna fékk nasreddinn pottinn aftur að láni en nú leið langur tími og ekkert heyrði nágranninn um pottinn sinn svo hann fer til nasreddins og spyr hann um pottinn nasreddinn svarar honum að bragði að potturinn hafi dáið og væri því glataður
nágranninn var nú ekkert sáttur við þetta og segir að pottar geti ekki dáið þá segir nasreddinn “heyrðu ef þú fæst til að trúa að pottar geti eignast afkvæmi þá getur þú alveg trúað að þeir geti dáið” og með það skellti hann á nefið á honum.
.