Konur!!
Maður gekk eftir ströndinni og allt í einu fann hann skrýtna flösku. Hann var forvitinn og og tók því tappann úr flöskunni. Og púfffff, andi kom uppúr henni og sagðist gefa honum eina ósk sem hann gæti fengið uppfyllta. Maðurinn sagði að sig vantaði eiginlega ekki neitt. ,,Jú, það hlýtur að vera eitthvað sem ég get gert fyrir þig “ sagði andinn. ,,Ja kannski, mig hefur alltaf langað svo mikið að koma til Hawaii, en ég er bara svo voðalega flughræddur. Gætirðu kannski lagt veg þangað fyrir mig, þá gæti ég bara keyrt þangað?” En andinn reyndi að leiða manninum fyrir sjónir hvílík vandræði hlytust af því að leggja veg yfir Atlantshafið og Kyrrahafið, það færi bara allt í steik, hvort það væri ekki eitthvað annað sem honum dytti í hug að biðja um. ,,Jú, kannski, mig hefur alltaf langað svo mikið til að skilja konur.“ ,,Bíddu, bíddu” sagði andinn ,,varstu að tala um einbreiðan eða tvíbreiðan veg……..?